25. september 2025
Nú er stór rannsókn á heilsufari og landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni í gangi. Hefur þú fengið boð?
25. september 2025
Nú er stór rannsókn á heilsufari og landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni í gangi. Hefur þú fengið boð?
Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni (Landskönnun HKS) er hluti af Evrópu heilsufarsrannsokninni (EHIS) sem Hagstofa Íslands framkvæmir og þátttöku Íslands í sam-evrópska verkefninu JA PreventNCD. Meginmarkmið JA PreventNCD er að innleiða árangursríkar aðgerðir til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma, eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Helstu áhættuþættir ósmitbærra sjúkdóma eru óhollt mataræði, reykingar, áfengisneysla og hreyfingarleysi.

Embætti landlæknis framkvæmir Landskönnun HKS í samstarfi við Hagstofu Ísland, Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og fengið samþykki Vísindasiðanefndar (VSN2505025).
Frekari upplýsingar um rannsóknina og þátttöku má finna á vef Embættis landlæknis.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir