Námið
Rannsóknir
HR

12. september 2025

Raunveruleikinn er alltaf öðruvísi

Sverre Sanden, klínískur sálfræðingur hjá norska sjóhernum og doktorsnemi hjá miðstöð áfallasálfræði við Háskólann í Bergen í Noregi, hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudaginn 12. september. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við Landhelgisgæsluna, HR og Háskólans í Bergen.

Í fyrirlestrinum ræddi Sanden um mikilvægi aðhlynningar starfsfólks eftir atvik á starfsvettvangi sem kunna að hafa í för með sér alvarlegar sálrænar afleiðingar. Hann kynnti grundvallaratriði og vinnubrögð norska hersins í umönnun og áfallahjálp eftir slík atvik og tók sem dæmi viðbrögð eftir slysið á norsku freigátunni HNoMS Helge Ingstad.

Spurður hvað stjórnendur þurfi að hafa í huga þegar upp koma alvarleg atvik segir Sanden:

Stjórnendur eru auðvitað með margt á sinni könnu og þurfa að huga að ýmsum þáttum þegar upp koma alvarleg atvik, og þar er starfsfólkið og líðan þess einn af mörgum þáttum. Það sem stjórnendur geta gert er að undirbúa sig á þann hátt að vera búnir að tala við fagfólk svo ferlið sé skýrt, til dæmis með að veita ráð um viðeigandi umönnun starfsfólks, þegar eitthvað kemur upp.

Sanden segir viðeigandi æfingar og undirbúningur geti reynst gagnlegur:

En að læra af eigin reynslu eða reynslu annarra er lykilatriði; lesa skýrslur, fá fólk til liðs við sig til að koma og segja frá sinni reynslu og halda fyrirlestra. Mín reynsla er sú æfingin ein dugi ekki því  raunveruleikinn er alltaf öðruvísi.

Sandend segir að umönnun og áfallahjálp starfsfólks þegar kemur að áföllum á starfsvettvangi mikilvæga af  nokkrum ástæðum:

„Í fyrsta lagi teljum við að hún hjálpi til við að fyrirbyggja sálræna vanlíðan, sem þýðir auðvitað að starfsfólkið verður hæfara, heilbrigðara og betur í stakk búið. Í öðru lagi ber góð umönnun starfsfólks vott um góðan vinnustað sem er umhugað um mannauð sinn og það stuðlar að betri starfsanda og samheldni á vinnustað. Í þriðja lagi er umhyggja fyrir velferð starfsfólks dýrmæt fyrir orðspor stofnunarinnar. Og eins getur skortur á henni haft sínar afleiðingar fyrir ásýnd og orðspor.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir