8. október 2024
Stór vettvangur fyrir alþjóðasamstarf háskóla
8. október 2024
Stór vettvangur fyrir alþjóðasamstarf háskóla

Árleg ráðstefna EAIE (European Association for International Education) var haldin í Toulouse dagana 17-20 september. Rúmlega 7300 manns sóttu viðburðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var En route sem á íslensku mætti útfæra sem; við erum á leiðinni.
Sex fulltrúar frá HR sóttu ráðstefnuna, annars vegar starfsfólk alþjóðaskrifstofu og hins vegar fulltrúar HR í NeurotecheEU. Hópurinn sótti fundi með samstarfsskólum, kollegum og fræðsluerindi ásamt því að funda með kollegum NeurotechEU.
Ráðstefnan er stór vettvangur fyrir alþjóðasamstarf háskóla. Þar má telja það nýjasta í stúdenta- og starfsmannaskiptum, stefnumótun í alþjóðastarfi og þá sérstaklega því sem er að gerast á vettvangi ESB t.d. stafræna umsýslu Erasmus áætlunarinnar (EWP)og evrópsku háskólanetunum (European Universities). Þau eru nú orðin 64 talsins með meira en 560 háskóla innanborðs og var lögð sérstök áhersla á sýnileika þeirra á ráðstefnunni.
Margir háskólar hafa þegar náð að innleiða alfarið það sem þarf til starfrænnar umsýslu í stúdenta- og starfsmannaskiptum. Aðrir eru skemur á veg komnir og einhverjir kalla eftir meiri stuðningi frá ESB í þeirri vinnu þar sem formið á stúdentaskiptum er orðið flóknara og fjölbreytnin meiri. Hér má nefna blandað skiptinám til styttri tíma sem og aukna möguleika fyrir doktorsnema. Með þessum möguleikum fyrir nemendur má segja að umsýsla og utanumhald Erasmus+ hafi margfaldast.
Evrópsku háskólanetin eru á leiðinni (en route)
Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðukona alþjóðaskrifstofu HR, var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún segir háskólanetin vera komin á ferð en eiga langa leið fyrir höndum.
Næsta skref er í átt að evrópskri háskólagráðu. Ljóst er að mikið starf er framundan við að samræma reglur, innviði og skipulag í átt að því markmiði. Háskólanetin eru í stöðugri þróun, enda ný af nálinni og er ráðstefnan því gagnlegur samráðsvettvangur. Háskólanetin eru komin á ferð, en eiga langa leið fyrir höndum. Yfirskrift ráðstefnunnar táknar því vel þá framtíðarsýn sem er haldið á lofti innan EAIE. Leiðin liggur í átt að betri framtíð þar sem þáttakendur eru stöðugt að læra og þróa framsýnar aðferðir sem gagnast því fjölbreytta samfélagi nemenda og starfsfólks í háskólaumhverfinu á heimsvísu.
///
The annual EAIE (European Association for International Education) conference was held in Toulouse from September 17-20, with over 7.300 people attending the event. This year´s theme was En route, we are on our way.
Six representatives from Reykjavik University attended the conference, including staff from the International Office and representatives of RU in NeurotechEU. The group met with colleagues at partner universities and potential partners and attended interesting sessions, in addition to meeting with NeurotechEU colleagues.
The conference is a major forum for reflecting on the work carried out in international mobilities and finding common ground in daily tasks and challenges. Additionally, it offers a useful opportunity to stay updated on the latest in student and staff exchanges, international strategy development, and particularly getting updates from the EU, such as the digital management of the Erasmus program (EWP) and the European University Alliances.
Many universities have already fully implemented what is needed for digitalization in student and staff exchange administration, while others are further behind. With wider options for students, the administration and oversight of Erasmus+ have multiplied, and some universities are in need of more support than others.
European Universities are on their way (En route)
The focus was put on the visibility of the 64 European University Alliances, comprising more than 560 universities. The next step is toward a European university degree. Much work lies ahead in harmonizing rules, infrastructure, and organization to achieve this goal. The conference, therefore, serves as a valuable forum for consultation.
There is a long road ahead, and it is important to keep the destination in sight, where great opportunities await future students, researchers, and university staff globally. En route or being on the way aptly represents the vision for the future highlighted at the EAIE. The path leads toward a better future, where participants constantly learn and develop forward-thinking approaches that benefit the diverse community of students and staff in the global university environment.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir