Námið
Rannsóknir
HR

18. ágúst 2025

Vilja vera sýnileg og til staðar fyrir nemendur

Særún Björk Jónasdóttir er nýr forseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) sem er hagsmunafélag stúdenta við HR. Formaður félagsins er kosinn árlega og situr fundi framkvæmdarstjórnar HR ásamt því að sitja í stjórn fulltrúaráðs Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Með Særúnu í stjórn skólaárið 2025-2026 sitja;

  • Kristján Pétur Barðason, varaforseti
  • Kristinn Halldórsson, fjármálastjóri
  • Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, hagsmunafulltrúi
  • Agnes Helga Gísladóttir, markaðsfulltrúi
  • Rúnar Gauti Gunnarsson, samskiptafulltrúi
  • Orri Thor Eggertsson nefndarfulltrúi

Helstu stefnumál SFHR í ár segir Særún snúa að því að standa vörð um hagsmuni nemenda og halda viðburði sem efla félagslíf innan skólans.

Við leggjum áherslu á að vinna að lækkun skólagjalda, halda fjölbreytta og frábæra viðburði út allt skólaárið fyrir alla nemendur, styðja og hvetja nemendafélögin, og virkja undirnefndir til að skapa meira líf og þátttöku. Við viljum vera sýnileg og til staðar fyrir nemendur í öllu sem við gerum. Stjórn SFHR er sjúklega spennt fyrir komandi skólaári. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í allt sumar og við getum ekki beðið eftir að kynna dagskrána fyrir nemendum. Þetta verður ár fullt af skemmtilegum viðburðum, ógleymanlegum upplifunum og nýjum tækifærum fyrir alla HR-inga.

Á myndinni má sjá stjórn SFHR skólaárið 2025-2026. Í efri röð frá vinstri; Kristinn, Orri, Rúnar og Kristján og í neðri röð frá vinstri; Agnes, Særún og Valgerður.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir