Námið
Rannsóknir
HR

Minecraft: Grunnur & lestur

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða þó alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Helstu upplýsingar
  • Undanfari: Enginn
  • Aldur: 6 - 10 ára
Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði er tengjast leiknum. Þá verður nýttur sérstakur Skema vefþjónn þar sem þátttakendur geta spilað saman og leyst verkefni. 

Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði.

Hjá Skema er ekki í boði opinber  Minecraft® vara og Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft

Lestur

Á námskeiðinu verður stuðst við skapandi lestrarhefti sem þjálfarar lesa upp úr og/eða nemendur lesa sjálfir. Heftið inniheldur spennandi fróðleik og eflir færni nemenda. Eftir lesturinn vinna nemendur verkefni sem tengjast lesefninu og að því loknu fá nemendur í staðinn spennandi hluti sem nýtast í leiknum.

Hjá Skema er ekki í boði opinber Minecraft® vara og Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.

Skipulag og verð

Helgarnámskeið

  • Lengd: 2 dagar, 3 klst. á dag (samtals 6 klst.)
  • Verð: 12.500 kr.
Næstu námskeið
Helgarnámskeið
  • 6. - 7. september (laugardagur og sunnudagur), frá 12:00 til 15:00
Fara efst