Styrkir

Nýnemastyrkir í grunnnámi

Háskólinn í Reykjavík veitir afburðanemendum nýnemastyrk á fyrstu önn þeirra við skólann. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Styrkurinn er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn og vorönn.

Forsetalisti HR

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við tölvunarfræðideild

Sérstakur forsetastyrkur / Alan Turing (Dean‘s selection fellowship) sem nemur niðurfellingu allra skólagjalda í tvö ár að því gefnu að námsárangur sé góður. Forsetastyrkur (Dean's selection grant) felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur að því gefnu að námsárangur sé góður.

Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við tækni- og verkfræðideild

Nemendur sem sækja um meistaranám í tækni- og verkfræðideild og hafa lokið BSc-námi með góðum árangri, eiga möguleika á forsetastyrk. Styrkurinn getur numið niðurfellingu skólagjald að fullu eða að hluta (nemandi greiðir skólagjöld grunnnáms).

Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við viðskiptadeild
Nemendur sem sækja um meistaranám í viðskiptadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk.

Styrkir fyrir nemendur í meistaranámi við lagadeild

Nemendur sem sækja um meistaranám í lagadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk. Einnig styrkir LOGOS lögmannsþjónustan þann nemanda sem hlýtur hæstu samanlagða einkunn úr BA og ML námi.

Námssjóður Sameinaðra verktaka
Nemendur  í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild geta sótt um styrk í námssjóð Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík.

Nýsköpunarsjóður námsmanna
Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa.


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei