Námið
Rannsóknir
HR

1. október 2025

Nemendur í heilbrigðisverkfræði við HR fluttu erindi um mænuskaða á alþjóðlegri ráðstefnu

Selma Gunnarsdóttir og Katrín Rut Mar Þórðardóttir, nemendur í meistaranámi í heilbrigðisverkfræði við HR, fluttu erindi á sameiginlegri ráðstefnu austurríska heilbrigðistæknifélagsins og International Funcitonal Electrical Stimulation Society, IFESS í Austurríki í síðustu viku.

Frá vinstri: Katrín Rut Mar Þórðardóttir og Selma Gunnarsdóttir.

Selma og Katrín Rut fluttu tvö erindi. Í fyrra erindinu var leitast við að svara þeirri spurningu hvort greina megi, m. a. með hjálp gervigreindar, úr gögnum Landspítala og sjúkrafluttningsaðila meðhöndlunarþætti sem leiða til minni skaða á mænu en ef þættina skyldi vanta. Í seinna erindinu svöruðu þær spurningum um með hvaða hætti og hversu hratt megi kæla mænu og svæði um skaðastað með ytri og innri kælibúnaði. Svaranna var leitað með hjálp hermunarlíkana, reiknilíkana gerð í Ansys.  

Erindi Selmu og Katrínar Rutar vöktu verulega athygli ráðstefnugesta og fengu þær margar áhugaverðar spurningar úr sal eftir flutninginn og einnig hugmyndir um  samvinnu í tengslum við rannsóknirnar sem þær kynntu.

Rannsóknirnar eru í samvinnu við Ellen Huld Þórðardóttur doktorsnema við HR sem rannsakar hvort og þá hvernig megi, með aðgerðum á slysstað og við björgun, draga úr alvarleika mænuskaða.  

Ráðstefnan; 15th Vienna International Workshop on Functiona Electrical Stimulation er haldin þriðja hvert ár, í fimmtánda sinn nú. Í þetta sinn var hún haldin samhliða 30 ára afmælisráðstefnu IFESS sem var stofnað 1995 í Vín og voru íslendingar meðal stofnfélaga. Hún er haldin árlega á mismunandi stöðum um heiminn. Frekari upplýsingar er að finna hér.

Erindin báru titlanna: „Investigating Predictors of Recovery after Spinal Cord Injury: A Statistical Approach to Secondary Injury and Clinical Outcome Analysis“ og „Effects of Internal and External Cooling on Temperature Regulation Following Spinal Cord Injury: A Mathematical Simulation-Based study“.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir