Próf
Reglur um samskipti, skilríki, hjálpargögn o.fl.
Í lokanámsmati á próftímabili gilda ákveðnar reglur um samskipti, skilríki, hjálpargögn o.fl. Skrifstofa nemendaskrár og námsmats vill sérstaklega benda nemendum á eftirfarandi:
Prófstofur eru almennt opnaðar fyrir nemendur 15 mínútum áður en próf hefst.
- Nemendur skulu framvísa löglegu skilríki með mynd t.d ökuskírteini eða vegabréf.i.
- Öll notkun snjall- og samskiptatækja er óheimil á prófstað. Gætið þess að slökkva á þeim eða setja á flugstillingu. Samskipti við aðra nemendur eða aðila utan prófstaðar eru óheimil á próftíma.
- Merkið öll svarblöð með nafni/prófnúmeri og biðjið um fleiri svarblöð ef þörf er á.
- Nemanda er óheimilt að nota önnur hjálpargögn en tilgreind eru af kennara.
- Óheimilt er að fjarlægja nokkurn hluta prófgagna úr prófstofu.
- Nemendum er óheimilt að yfirgefa prófstofu fyrr en ein klukkustund af próftíma er liðin. Rafræn próf eru staðarpróf og skulu tekin í skilgreindri stofu í HR nema fyrirmæli kennara séu önnur.
- Brot á ofangreindu varðar brottvísun úr prófi eða úr námskeiði eftir atvikum, svo og viðurlögum samkvæmt reglum um náms og námsmat í HR. Frekari ákvæði um próf er að finna í reglum um Nám- og námsmat við Háskólann í Reykjavík. https://www.ru.is/namid/reglur/reglur-um-nam-og-namsmat#lokaprof
Skrifstofa nemendaskrár og námsmats fer með framkvæmd lokanámsmats, fyrirspurnir tengdar lokanámsmati má senda á prof@ru.is