Námið
Rannsóknir
HR

7. desember 2023

Snjólaug Árnadóttir nýr dósent við lagadeild HR

Dr. Snjólaug Árnadóttir hefur hlotið framgang í stöðu dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík eftir mat hæfisnefndar.

Snjólaug var ráðin í stöðu lektors við lagadeild HR í febrúar 2022 og er í fullu starfi við deildina. Hún hefur fyrst og fremst sinnt kennslu og rannsóknum og tekið virkan þátt í innri starfsemi deildarinnar og HR. Árið 2022 setti Snjólaug, í samstarfi við Inga Poulsen doktorsnema, á fót Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnun HR, en sú stofnun hefur mikil tengsl við atvinnulífið.

Snjólaug lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild HR árið 2011 og meistaraprófi frá lagadeild HR í sama fagi árið 2014. Hún lauk doktorsprófi í lögfræði frá Edinborgarháskóla í júlí 2018 og skrifaði, á grunni doktorsritgerðar sinnar, bókina Climate Change and Maritime Boundaries sem var gefin út af Cambridge University Press í desember 2021.

Rannsóknir Snjólaugar eru fyrst og fremst á sviði þjóðaréttar, hafréttar og umhverfisréttar. Skrif hennar bera því vitni hún er afkastamikill rannsakandi og býr yfir mikilli þekkingu á sínum sérsviðum. Fræðiskrif hennar fela almennt í sér nýnæmi og hafa skýr fræðileg áhrif á sínum sviðum.

///

Dr. Snjólaug Árnadóttir has been promoted to the position of associate professor within the Department of Law at Reykjavik University following the assessment of an evaluation committee.

Snjólaug became an assistant professor at RU‘s Department of Law in February 2022 and holds a full-time position within the department. She carries out teaching and research at the department and is an active participant in its internal activities.

In 2022, Snjólaug, in collaboration with Phd student Ingi Poulsen, established Centre for Law on Climate Change and Sustainability within the Department of Law, which has strong ties to businesses and industry.

Snjólaug holds a BA degree and a master’s degree in law from Reykjavik University. She completed her Phd in law from the University of Edinburgh in July 2018 and wrote, on the basis of her doctoral thesis, the book Climate Change and Maritime Boundaries, which was published by Cambridge University Press in December 2021.

Snjólaug’s research is primarily in the field of international law, maritime law and environmental law.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir