Námið
Rannsóknir
HR

23. september 2025

Tölvuöryggi sífellt mikilvægara í tæknivæddu samfélagi

Íslenska hæfnissetrið fyrir netöryggi, Eyvör NCC-IS, stóð fyrir kynningarfundi þann 11. september síðastliðinn í Grósku undir yfirskriftinni Cybersecurity: From Grants to Impact þar sem því var lýst hvernig rannsóknir og nýsköpun í netöryggismálum geta skilað raunverulegum ávinningi fyrir Ísland.

Markmið fundarins var að kynna afrakstur styrkjaúthlutunar ársins 2024-2025 og næstu styrkjaúthlutun Eyvarar á sviði netöryggis sem mun opna 1. október næstkomandi og vera opin til 1. desember 2025.

Í tengslum við kynningarfundinn heimsótti aðalfyrirlesarinn, Luca Tagliaretti, framkvæmdastjóri ECCC (The European Cybersecurity Competence Centre), HR þar sem hann hitti Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, aðstoðarrektor náms, nemenda og sjálfbærni í HR og stjórnarmeðlim Eyvarar, Jacqueline Clare Mallett, lektor við tölvunarfræðideild HR og sérfræðing í netöryggi og þrjá akademíska samstarfsmenn frá tölvunarfræðideild HÍ. Með Luca í för voru þeir Hrafnkell Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, Hrannar Ásgeirsson, verkefnastjóri Eyvarar og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggis hjá Fjarskiptastofu.


Gestirnir fengu kynningu á rannsóknastarfi og námi í HR í netöryggi, sér í lagi Frostbyte Lab þaðan sem tilraunum og tækjabúnaði tengdum tölvuöryggi er stýrt. Bryndís Björk segir tölvuöryggi verða sífellt mikilvægara í tæknivæddu samfélagi. Í tölvunarfræðideild HR eru margvíslegar rannsóknir unnar á sviði tölvuöryggis og nemendur fá að taka virkan þátt í þeim í gegnum viðburði, námskeið, lokaverkefni og með því að vera hluti af rannsóknarverkefnum. Í námi og rannsóknum leggur tölvunarfræðideild HR sérstaka áherslu á varnir við tölvuárásum. Nemendur í grunn- og meistaranámi geta valið námskeið á þessu sviði, eða helgað sig því algerlega með því að taka áherslulínu eða væntanlegt meistaranám á því sviði.

Í námi og rannsóknum leggur tölvunarfræðideild HR sérstaka áherslu á varnir við tölvuárásum. Nemendur í grunn- og meistaranámi geta valið námskeið á þessu sviði, eða helgað sig því algerlega með því að taka áherslulínu eða meistaranám á því sviði.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir