Löggild starfsheiti
Nám við HR undirbýr nemendur í mörgum tilfellum undir að hljóta löggilt starfsheiti. Háskólinn veitir ekki löggildingu á starfsheiti heldur þarf að námi loknu að sækja um löggildingu hjá ráðuneyti eða fagfélagi. Í sumum tilfellum þarf að ljúka starfsþjálfun líka.
Verkfræðingur
Fimm ára nám í verkfræði (BSc + MSc) veitir löggilda starfsheitið verkfræðingur.
Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðunni, í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Iðnfræðingur
Iðnfræði veitir löggilda starfsheitið „iðnfræðingur“. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf.
Byggingafræðingur
Nám í byggingafræði veitir löggilda starfsheitið „byggingafræðingur“.
Sálfræðingur
Tveggja ára sérnám á meistarastigi (MSc) til viðbótar við grunnnám (BSc). Þarf einnig: að ljúka 12 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn sálfræðings. Embætti landlæknis sér um að veita lögverndaða starfsheitið sálfræðingur.
Tæknifræðingur
Þau sem ljúka lokaprófi í tæknifræði (BSc) hljóta staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og full réttindi til að starfa sem tæknifræðingar og nota lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur sbr. Certified Engineer.
Tölvunarfræðingur
BSc í tölvunarfræði – færð löggilt starfsheiti tölvunarfræðingur
BSc í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein – færð löggilt starfsheiti tölvunarfræðingur
Kennari - sérleyfi
Endurskoðandi
Nemendur útskrifast með MAcc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun sem veitir réttindi til að þreyta löggildingarpróf. Að auki þarf að ljúka starfsþjálfun í endurskoðun á endurskoðunarstofu.