Námið
Rannsóknir
HR
Neon
Námsreglur

Nemendur og starfsfólk háskólans fylgja eftirtöldum reglum í námi og starfi. Nemandi ber ábyrgð á eigin námi, þar með talið skráningu og því að skráning sé í samræmi við kröfur viðkomandi námsbrautar og í samræmi við reglur um framvindu og undanfara námskeiða. 

Reglur um skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt fyrir hverja önn. Þau miðast við staðgreiðslu og skulu greidd á gjalddaga/eindaga í upphafi hverrar annar samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

Siðareglur HR

Markmiðið með siðareglum HR er að stuðla að því að hegðun þeirra sem starfa innan skólans uppfylli ýtrustu siðferðiskröfur sem gerðar verða innan háskóla.

Mat á fyrra námi

Nemendur geta óskað eftir því að námskeið sem þeir hafa þegar lokið verði metin inn í námið við HR. Mat á fyrra námi er þó skilyrðum háð.

Skipt um braut

Þegar nemandi óskar eftir að skipta um braut innan deildar þarf hann að sækja um það formlega hjá viðkomandi deild. Nemandi getur aðeins skipt um braut milli anna. Þótt nemandi hafi áður stundað nám í einni deild við skólann er það ekki trygging fyrir því að hann fái inni í annarri deild.

Löggild starfsheiti

Nám við HR undirbýr nemendur í mörgum tilfellum undir að hljóta löggilt starfsheiti. Háskólinn veitir ekki löggildingu á starfsheiti heldur þarf að námi loknu að sækja um löggildingu hjá ráðuneyti eða fagfélagi. Í sumum tilfellum þarf að ljúka starfsþjálfun líka. 

Fara efst