22. september 2025
Íþróttafræðideild HR og SÁÁ undirrita samstarfssamning
22. september 2025
Íþróttafræðideild HR og SÁÁ undirrita samstarfssamning
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar, fyrir hönd Háskólans í Reykjavík og Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, hafa undirritað samstarfssamning.
Samningurinn snýst um að meistaranemar í íþróttavísindum við íþróttafræðideild HR kanni hvernig skipulögð hreyfing geti haft áhrif á skipulagða meðferð fólks með fíknisjúkdóm.

Bæði yrði um styrktar- og liðleikaæfingar að ræða sem hægt væri að framkæma innanhús og gönguferðir og hlaup utandyra í náttúrunni. Samhliða þessu verði veitt almenn fræðsla fyrir hópinn um hreyfingu og mikilvægi hennar. Þá yrðu einnig gerðar fjölbreyttar mælingar á ýmsum stigum tímabilsins sem æfingar færu fram á.
Meistaranemarnir munu nota gögn úr rannsóknum sínum sem safnast úr vinnunni sem efnivið í meistaritgerð. Þá er einnig markmið með rannsóknunum að hægt verði að vinna vísindagrein upp úr þeim í samstarfi við starfsfólk HR og SÁÁ.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir