Háskólaskrifstofa HR
Háskólaskrifstofa HR veitir rektor, aðstoðarrektorum, deildarforsetum, stjórnendum og starfsfólki stoðþjónustu og hefur það hlutverk að tryggja fagleg vinnubrögð, stuðla að skilvirkni og greiða fyrir samstarfi innan sem utan skólans.
Háskólaskrifstofa sinnir fjölbreyttum verkefnum, m.a. skipulagi funda rektors, háskólaráðs, stjórnar, framkvæmdaráðs og sviðsforseta og eftirfylgni ákvarðana og erinda, samskiptum við ráðuneyti, háskóla, samstarfsaðila og aðra hagaðila og miðlun upplýsinga innan sem utan skólans. Jafnframt heldur háskólaskrifstofan utan um atvinnulífstengsl, nýsköpun, sjálfbærni, og veitir lögfræðiráðgjöf um regluverk, samninga, persónuvernd og önnur lagaleg álitamál, og ber ábyrgð á skjala- og upplýsingamálum HR, auk annarra verkefna.
Starfsfólk háskólaskrifstofu
Starfsfólk háskólaskrifstofu býr yfir mikilli þekkingu og er hver starfsmaður með sitt sérsvið. Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar um starfsfólk háskólaskrifstofu.
sérfræðingur hugverkaráðs