7. apríl 2025
Kafað ofan í heim nýsköpunar
7. apríl 2025
Kafað ofan í heim nýsköpunar
Nýverið var haldið sérsniðið námskeið, MasterClass, fyrir rannsakendur við Háskólann í Reykjavík á vegum Auðna Tæknitorg. Þátttakendur, sem voru aðallega doktorsnemar og nýdoktorar, komu saman í þrjá daga til að kafa ofan í heim nýsköpunar og hagnýtingar á rannsóknarverkefnum.

Frá hugverkarétti til hagnýtingar
Námskeiðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík og Grósku og var blanda af fyrirlestrum og hópavinnu með leiðbeinendum. Fjallað var meðal annars um hugverkarétt, Business Model Canvasinn, fjármögnunartækifæri og framkomu. Frumkvöðlar og sérfræðingar héldu fyrirlestra og deildu hagnýtum ráðum sem þátttakendur geta nýtt sér í sínum rannsóknum og framtíðaráformum.
Viðbrögðin voru afar jákvæð og voru þátttakendur sérstaklega ánægðir með hvað efnið mun gagnast þeim í áframhaldandi vinnu og hversu dýrmætt það var að fá beina leiðsögn frá reynslumiklu fólki úr atvinnulífinu.
„Það er afar ánægjulegt að geta boðið upp á þetta námskeið í samstarfi við Auðnu tæknitorg og ljóst að það hefur verið afar gagnlegt fyrir okkar frábæru rannsakendur. Hér í HR hefur ætíð verið lagt mikið upp úr nýsköpun, hagnýtingu rannsókna og tengslum við atvinnulíf og námskeið á borð við þetta styður vel við þær áherslur okkar,“ segir Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, aðstoðarrektor rannsókna, nýsköpunar og atvinnulífs við HR.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir