Námið
Rannsóknir
HR

14. nóvember 2025

Nemendur finna ró í SKYNVIN

SKYNVIN er nýtt rými sem opnaði nýverið fyrir nemendur í HR. Um er að ræða rólegt rými fyrir nemendur sem vilja geta dregið sig í hlé um stund. Í rýminu eru ruggustólar og hægindastólar, auk fikthluta en bætt við verður við rýmið smám saman.

Skynvin, nýtt rými við bókasafn

Sigrún Birgisdóttir, ráðgjafi hjá Einhverfusamtökunum, segir samtökin fagna opnun skynvæns rýmis;

Við erum mjög ánægð að hafa fengið að fylgjast með ferlinu og að HR hafi leitað til samtakanna eftir áliti og hugmyndum við hönnun rýmisins. Við vonum að aðrir skólar og stofnanir fylgi fordæmi HR og búi til aðstöðu fyrir fólk með öðruvísi skynjun.

HR hefur frá stofnun skólans árið 1998 lagt mikið upp úr persónulegri þjónustu og öflugum stuðningi við nemendur í þeirra námi. Gréta Matthíasdóttir, sviðsstjóri nemendaþjónustu, segir SKYNVIN gott dæmi um að þjónusta við nemendur sé ætíð að þróast og eflast enn meir.

Við vinnum statt og stöðugt að því að aðlaga umhverfi nemenda þannig að það sé styðjandi og hjálpi þeim í námi. Þetta er mjög mikilvægt í jafn fjölbreyttu umhverfi og því sem er í stórum háskóla eins og HR. Því reynum við sífellt að leita leiða til að bæta aðstöðu og umhverfi nemenda enn frekar.

Segir Gréta.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir