7. nóvember 2025
Nemendur og starfsfólk HR perla fyrir ungt fólk með krabbamein
7. nóvember 2025
Nemendur og starfsfólk HR perla fyrir ungt fólk með krabbamein
Nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík settust niður í gær og perluðu armbönd fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Að sögn Rakelar Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Samskiptasviði var stundin kærkomin þar sem styttist í námsmat hjá krökkunum og því var gott að láta hugann reika og gleyma stað og stund í önnum dagsins:
Við höfum gert þetta áður með púsli og núvitund en nú vildum við láta gott af okkur leiða í leiðinni og perla fyrir ungt fólk með krabbamein. Við fengum því Kraft í heimsókn og skorum svo á hina háskólana að gera slíkt hið sama!

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Krafts, bendir á að ,,Lífið er Núna" armböndin séu stór liður í fjáröflun Krafts:
Félagið er alfarið rekið af styrkjum einstaklinga og fyrirtækja ásamt sölu á varningi úr vefverslun Krafts. Það var því dýrmætt að fá HR með okkur í lið í dag, en HR-ingar perluðu hundruði armbanda, sem kemur sér vel fyrir skartgripaskrín Krafts.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir