Námið
Rannsóknir
HR

10. október 2025

Sæmundur Friðjónsson ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík

Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum.

Upplýsingatæknideild HR rekur tölvukerfi háskólans, sinnir notendaþjónustu gagnvart nemendum og starfsfólki, kerfisrekstri og hugbúnaðarþróun ásamt stuðningi við rannsóknir háskólans. Þjónustan nær til rúmlega 5.200 nemenda og starfsmanna og endurspeglar það umfang og fjölbreytni verkefna sem deildin sinnir daglega.

Sæmundur kemur til HR með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri upplýsingatæknimála. Frá árinu 2012 starfaði hann hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem forstöðumaður Upplýsingatækni og þar áður hjá Vodafone.

Hann er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc í stjórnun frá Universitat Pompeu Fabra (UPF) á Spáni.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir