Námið
Rannsóknir
HR

15. október 2025

University of Southern Maine heimsækir Háskólann í Reykjavík

Fulltrúar frá bandaríska háskólanum University of Southern Maine heimsóttu Háskólann í Reykjavík í dag. Tilgangur heimsóknarinnar var að styrkja enn frekar tengslin á milli skólanna en samstarfssamningur er á milli skólanna um skiptinám nemenda.

Það voru þau Ragnhildur Helgadóttir, rektor, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, sviðsforseti tæknisviðs, sem tóku á móti hópnum fyrir hönd HR.

Fulltrúar skólanna tveggja skiptu sér í umræðuhópa þar sem meðal annars voru rædd styrkjamál, miðlun vísindarannsókna, samvinnu á sviði gervigreindar og eflingu á alþjóðlegu kerfi fyrir skiptinema og gestakennara. Þá var einnig farið í göngutúr um skólann þar sem ýmsar spennandi vistarverur og vísindarannsóknir voru skoðaðar.

Margir gestanna eru hér á landi í tengslum við Arctic Circle sem fram fer í Hörpu 16.-18. október.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir