Námið
Rannsóknir
HR

26. september 2025

Vísindafólk HR raðar sér á lista Stanford háskóla

Vísindafólk úr Háskólanum í Reykjavík verma sæti á lista Stanford háskóla yfir þau sem vitnað er mest til í heiminum, efstu 2% vísindafólks um allan heim.

Listinn er gefinn út árlega af Elsevier og er einn virtasti listi sinnar tegundar. Listinn er byggður á tölfræði úr Scopus gagnagrunninum og nær til meira en 160 þúsund af þeim átta milljónum vísindafólks sem talið er að séu starfandi í dag.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá rannsóknaþjónustu HR:

Við erum afskaplega stolt að sjá þessa staðfestingu á mikilli ástríðu og harðfylgi vísindafólks við HR. Að baki slíkum árangri liggur ómæld vinna og þrautsegja.

Viðurkenning sem þessi er afar mikilvæg fyrir vísindafólkið okkar. Hún felur í sér að verk þeirra hafa haft veruleg áhrif á tilteknu fræðasviði, endurspeglar framlag þeirra til framþróunar vísindanna og sýnir að þau eru þátttakendur í að stuðla að nýsköpun á heimsvísu.

Þessi frábæri árangur er til marks um það hversu langt við getum náð þegar hæfileikaríkir hugir vinna saman.

Listinn er tvískiptur en annars vegar er litið til tilvitnanna fyrir 2024 og hins vegar er litið á feril viðkomandi vísindamans.

Þau sem áttu flestar tilvitnanir 2024 innan HR:

Tadeusz J. Sawik – prófessor við verkfræðideild

Slawomir Marcin Koziel, prófessor við verkfræðideild  

Ender Demir, dósent við viðskipta- og hagfræðideild

Lulu Wang, prófessor við verkfræðideild

Susanne Durst, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild  

Susan J. Young, prófessor við sálfræðideild  

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðideild

Rannveig S. Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild

Magnús M. Hallórsson, prófessor við tölvunarfræðideild

Þau sem áttu flestar tilvitnanir á sínum ferli:

Tadeusz J. Sawik, prófessor við verkfræðideild

Slawomir Marcin Koziel, prófessor við verkfræðideild  

Magnús M. Halldórsson, prófessor við tölvunarfræðideild  

Susan J. Young, prófessor við sálfræðideild  

Jack E. James, prófessor við sálfræðideild  

Lulu Wang, prófessor við verkfræðideild

Luca Aceto, prófessor við tölvunarfræðideild  

Kristinn R. Þórisson, prófessor við tölvunarfræðideild

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir