Háskóladagurinn í HR

Kíktu í heimsókn og kynntu þér námið

  • 29.2.2020, 12:00 - 16:00

Háskóladagurinn í HR

Háskóladagurinn 2020 er haldinn laugardaginn 29. febrúar frá 12-16.

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð og rannsóknir við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Á Háskóladeginum fer fram kynning á öllu háskólanámi á Íslandi. Sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir í HR, HÍ og LHÍ. 

Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst kynna einnig námsframboð sitt í húsnæði Háskólans í Reykjavík á Háskóladaginn. 


UtvarpHorfa á streymi frá 101 Útvarp


Hvernig vel ég háskólanám?

Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar HR heldur stuttan fyrirlestur kl. 12:30 í stofu M101.

Prófaðu tíma

Á Háskóladaginn verður hægt að fara í opna tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið. 

Opnir tímar í grunnnámi:

TímiStofa V101Stofa M101Stofa V102 Stofa M103
13:00SálfræðiTölvunarfræði HagfræðiHáskólagrunnur HR
13:30ViðskiptafræðiHátækniverkfræði, vélaverkfræði og heilbrigðisverkfræðiTölvunarstærðfræðiLögfræði 
14:00ÍþróttafræðiFjármálaverkfræði og rekstrarverkfræðiHugbúnaðarverkfræði Tæknifræði
14:30

Iðnfræði og byggingafræði  

Kynningar á meistaranámi:

TímiStofur M101 og M102
12:00MPM  - stofu M101
13:30Klínísk sálfræði & hagnýt atferlisgreining - stofu M102
14:30Meistaranám við viðskiptadeild - stofu M102

Vinsamlega athugið að einhverjar tímasetningar gætu breyst.

Skemmtileg nemendaverkefni og rannsóknir

Á Háskóladeginum geta gestir kynnt sér og jafnvel prófað ýmis áhugaverð verkefni nemenda og kennara við HR. Þar á meðal: RU Racing - kappaksturslið HR, nýjan sjóveikihermi, svífandi segla, vatnsbylgjur, samsettan róbot, mótorknúinn árabát, sýndarveruleika, sjálfvirkar stærðfræðisannanir, skynvillupróf, tölvuleiki nemenda, gervigreind. Einnig verður hægt að fræðast um Forritunarkeppni framhaldsskólanna.

Kynningarferð um bygginguna

Farið verður í kynningarferðir með leiðsögn kl. 13:30 og 14:30

Námið við HR

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Fríar rútuferðir milli háskólanna

Boðið er upp á fríar rútuferðir á milli háskólanna. Biðstöðin við HR verður fyrir framan háskólabygginguna. rúturnar fara frá HR klukkan: 12:20 • 13:20 • 14:20 • 15:20Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is