Viðburðir eftir árum


Efnahagslegt vægi verkefna

Þriðjudagsfyrirlestrar HR og Vísis - Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms

  • 16.2.2021, 12:00 - 13:00

Þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12:00 er komið að Helga Þór Ingasyni, prófessor og forstöðumanni MPM námsins, að halda þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Hann ætlar að fjalla um efnahagslegt vægi verkefna og stöðuna á Íslandi í samanburði við nágrannalönd.

Sýnt hefur verið fram á að um þriðjungi af unnum vinnustundum fyrirtækja og stofnana íslensks atvinnulífs er varið til verkefna og þetta hlutfall fer hækkandi. Hlutfallið er hærra í Þýskalandi og í Noregi en á Íslandi. Í öllum löndum hefur þetta hlutfall hækkað mikið á síðustu árum, en því er jafnframt spáð að hlutfallið fari enn hækkandi í framtíðinni. Þorri þessara verkefna eru innri verkefni fyrirtækja og stofnana, til dæmis innleiðingar á nýju verklagi eða upplýsingakerfum, innri rannsóknar- eða þróunarverkefni, skipulagsbreytingar og verkefni sem tengjast útvíkkun starfseminnar svo nokkuð sé nefnt.

Að þekkja efnahagslegt vægi verkefna í hagkerfinu, og hvernig staðan hvað þetta varðar er á Íslandi í samanburði við nágrannalönd, er mikilvægt innlegg í umræðu um góða stjórnunarhætti, áherslur í menntunarmálum þjóðarinnar, og hvernig draga má úr sóun og stuðla að betri nýtingu á opinberum fjármunum. Síðast en ekki síst skiptir þessi þekking máli í umræðu um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hvernig verkefnavæðing samfélagsins hefur áhrif á hana.

Efnahagslegt vægi verkefna from Háskólinn í Reykjavík on Vimeo.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is