Atvinna fyrir nema í HR – Aðstoð við gerð námsefnis í Rise
Opni háskólinn við Háskólann í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum nemum til að aðstoða við þróun og gerð námsefnis í Rise.
Við vinnum náið með akademískum deildum HR að fjölbreyttum verkefnum og viljum bjóða nemum tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu af efnisgerð og uppbyggingu stafræns náms.
Hlutverk nemanna felur í sér:
- Aðstoð við uppsetningu og framleiðslu námsefnis í Rise
- Samstarf með verkefnastjóra og kennurum um útlit og framsetningu efnis
- Að vinna að einu eða fleiri verkefnum eftir hentugleika
Við leitum að nemum sem:
- Hafa áhuga á stafrænu námi og kennslutækni
- Geta unnið sjálfstætt og skipulega
- Eru tilbúnir að læra á ný kerfi og vinna með fjölbreytt efni
- Það er ekki nauðsynlegt en gæti verið gagnlegt að hafa grunnþekkingu í því verkefni sem unnið er hverju sinni, við hvetjum því sem flesta að hafa samband.
Við bjóðum:
- Sveigjanlega vinnu sem hægt er að samræma námi
- Verkefni sem veita raunverulega reynslu af þróun náms og miðlun þekkingar
- Stuðning og leiðsögn frá verkefnastjóra Opna háskólans
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að móta framtíð stafræns náms við HR, sendu okkur stutta kynningu á þér og námsbraut og fyrri reynslu.
Umsóknir og fyrirspurnir: Ingunnu@ru.is

- Umsóknarfrestur er til og með 1. oktober nk.