Viðskiptafræði

Grunnnám                                                                                        Meistaranám                                                           
Viðskiptafræði (BSc) Fjármál fyrirtækja 
Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein (BSc)Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði 
Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein (BSc) Markaðsfræði 
Viðskiptafræði og verslunarstjórnun
(diplóma í samstarfi við Háskólann á Bifröst) 
MBA 
 Viðskiptafræði 
 Reikningshald og endurskoðun 
 Stjórnun í ferðaþjónustu 

Stjórnun nýsköpunar 
 Upplýsingastjórnun 

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Í starfi viðskiptadeildar er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Áhersla er lögð á að nemendur myndi tengsl við atvinnulífið með starfsnámi.

Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu. Í meistaranámi eru nemendur þjálfaðir í greinandi hugsun og þeir tileinka sér færni við beitingu á viðskiptafræði út frá þeim fræðilegu áherslum sem þeir velja.


Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir: hagfræði og fjármál

Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru flestar ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.