Námið
Rannsóknir
HR

Lög og gervigreind: lögfræðin er mætt til leiks

Ráðstefna á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins og Bentt
19. mars, 13:00 - 17:00
Norðurljósasalur Hörpu
Skrá í dagatal

Þann 19. mars nk. verður haldin ráðstefna í Norðurljósasal Hörpu þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar fjalla um samspil laga og gervigreindar frá ýmsum sjónarhornum. Áherslan verður á lögfræðileg álitaefni sem hafa komið upp, sem og komandi löggjöf og þróun á þessu sviði. Ráðstefnan er á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins og ráðgjafafyrirtækisins Bentt.

Ráðstefnan er einstakt tækifæri fyrir lögfræðinga sem vinna með eða hafa áhuga á tæknilegum og lagalegum áskorunum gervigreindar. Þar gefst einnig góður tími til samtals og tengslamyndunar, bæði á viðburðinum sjálfum og við lok hans.

  • Gervigreind í lögfræðilegri vinnu: Mörk og áhrif?
  • Evrópuréttur á tímum gervigreindar: Digital Services Act og the AI Act
  • Áhrif gervigreindar á mannréttindi: Persónuvernd, tjáningarfrelsi og siðferðilega álitaefni

Gervigreind og stafrænar lausnir hafa á undanförnum misserum orðið sífellt stærri hluti af daglegu lífi, með margvíslegum ávinningi – en einnig áskorunum. Þegar hefur verið gripið til reglusetningar hjá Evrópusambandinu, sem mun verða hluti EES-samningsins, t.d. hin svonefnda DSA-gerð (e. Digital Services Act), og hinn nýi lagabálkur um gervigreind, (e. the AI Act), sem þegar hefur tekið gildi innan Evrópusambandsins. Þá hefur persónuverndarlöggjöfin löngu fest sig í sessi sem hluti íslensks réttar.

Lögfræðingar víða um heim velta nú fyrir sér hvernig gervigreind getur nýst í lagalegum störfum sem og á öðrum sviðum samfélagsins – en einnig hvar mörkin liggja og hvaða lagaleg álitaefni vakna í kjölfarið. Sérstaklega er horft til áhrifa gervigreindar á grundvallarréttindi, svo sem persónuvernd og tjáningarfrelsi.
Ráðstefnan markar mikilvægt upphaf á upplýstri umræðu um þessi brýnu mál.

Ráðstefnan fer fram í Norðurljósasal Hörpu 19. mars 2025, kl. 13:00-17:00.

DAGSKRÁ

13:00 Opnun og kynning
Dr. Gunnar Þór Pétursson, forseti Lagadeildar HR.

13:10 Regluverk ESB um gervigreind og fyrirséðar áskoranir
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður LEX lögmannsstofa, aðjúnkt við Lagadeild HR.

13:30 Gervigreind og höfundaréttur – er þörf á nýjum reglum?
Hafliði K. Lárusson, lögmaður BBA//Fjeldco, aðjúnkt við Lagadeild HR.

13:50 Hvert stefna stjórnvöld – lög og samkeppnishæfni
Helga Hauksdóttir, lögfræðingur, Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.

14:10 Siðareglur, lagareglur og gervigreind - gagnsemi og nauðsyn
Dr. Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og háskólakennari við HÍ, stjórnarmaður í Mannréttindastofnun Íslands.

15:00 The European AI Act - promises, perils & trade offs in a complex regulatory eco-system
Dr. Timo Minssen, Professor, University of Copenhagen and Director of Centre for Advanced Studies in Bioscience Innovation Law (CeBIL).
Dr. Hannah Louise Smith, Post Doctoral Fellow at CeBIL.

15:25 The role of law in an age of AI hype – lessons from EU digital regulation
Dr. Katie Nolan, Assistant Lecturer in Law at the Technological University Dublin, Ireland.

15:50 Mass processing of publicly accessible online personal data to train GenAI/LLMs
Taner Kuru, Doctoral researcher, Tilburg Institute for Law, Technology, and Society (TILT), Tilburg University.

16:15 Lokaorð
Logi Einarsson, Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

16:40 Móttaka/kokteill

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.

Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.

Fara efst