Námið
Rannsóknir
HR
Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Námið veitir nemendum grunnþekkingu á aðferðum og verkfærum gagnavísindanna. Nemendur læra að leysa stór og flókin vandamál með gögnin að vopni. Þeir fá þjálfun í gagnagreiningu og vélnámi, beita líkindum og tölfræði og gera tilraunir með algrím.

Gögn eru grunnur ákvarðana og þróunar í þjónustu, heilbrigðisvísindum, menntamálum, fjártækni og bankaþjónustu, ferðaþjónustu, þjónustu hins opinbera og endalaust mætti áfram telja. Meistaranám í gagnavísindum við HR er fyrsta meistaranámið hér á landi sem veitir þessa sérfræðiþekkingu.

Hvernig læri ég?

Í framhaldsnámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar. Námið er kennt á ensku og eru nemendur í nánum tengslum við kennara. 

Staðarnám
Meistaranám við tölvunarfræðideild er staðarnám, kennt í dagskóla.

Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af alþjóðlegum sérfræðingum.

Fyrirkomulag kennslu
Kennsla fer fram í smærri hópum, að meðaltali með færri en 20 nemendum.

Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa.

Lára Margrét
Lára Margrét H Hólmfríðardóttir: Við getum lært svo mikið um heiminn og um okkur sjálf

Að námi loknu

Starfsvettvangur

Meistaragráða í gagnavísindum veitir góðan undirbúnining fyrir hvers kynns störf þarf sem vinnsla og greining gagna er í fyrirrúmi. Gagnavísindateymi eru orðin að veruleika hjá framsæknum fyrirtækjum í einkageiranum, sem og hjá hinu opinbera og vertakafyriutækjum. Þar fyrir utan er aukin eftirspurn eftir gagnaglöggu starfsfólki innan mismunandi deilda sem sjá hag sinn í að læra af gögnum til að bæta rekstur og þjónustu við viðskiptavini. Sveitarfélög og hið opinbera hafa líka tekið mikilvæg skref í átt að betri gagnanýtingu.

Í samfélagi nútímans, og þá aðallega í hinum stafræna heimi eru fjölmargar ákvarðanir grundvallaðar á gögnum og niðurstöðum úr gervigreindarlíkönum sem eru þjálfuð á þeim. Þar að auki reiðir þróun í þjónustu sig á gögn í vaxandi mæli, þar má einnig nefna lykilþróun í heilbrigðisvísindum, menntamálum, fjártækni og bankaþjónustu, ferðaþjónustu, þjónustu hins opinbera og endalaust mætti áfram telja. 

Skipulag náms

  

Valáfangar 

Dæmi um valáfanga. Listinn er ekki tæmandi. Nemendur geta fengið leyfi til að taka aðra kúrsa. 

  • T-725-MALV Natural Language Processing 
  • T-630-NSMA Network Science 
  • T-764-DATA Big Data Management 
  • T-720-ATAI Advanced Topics in AI 
  • T-710-MLCS Machine Learning in Cyber Security 
  • T-742-CSDA Computer Security: Defense Against the Dark Arts 
  • T-702-MDGH Digital Health 
  • T-517-FSIM Financial Simulation 
  • T-521-RELE Reinforcement Learning 
  • T-766-BLMR Black Mirror 
  • T-768-SMAI Informed Search Methods in AI 
  • T-811-PROB Applied Probability
Haust
Applied Statistics for Data Science
T-705-ASDS / 8 ECTS
Software Project Management
T-740-SPMM / 8 ECTS
Statistical modelling & computation
T-750-SMAC / 6 ECTS
Fundamentals of Machine Learning
T-711-FOML / 8 ECTS
Vor
Aðferðafræði rannsókna
T-701-REM4 / 8 ECTS
Deep Learning
T-820-DEEP / 8 ECTS
Valnámskeið
T-800-VAL / 8 ECTS
Hagnýt gagnavísindi
T-786-APDS / 6 ECTS
Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Ný þekking verður til
HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.

Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).

Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni.

Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju meistaranám í tölvunarfræði við HR?

  • Eftirsótt sérfræðiþekking fyrir framtíðina. 
  • Fáðu dýpri þekkingu á því sviði sem þú hefur mestan áhuga á.
  • Fáðu reynslu í rannsóknum og betri getu til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrrar þekkingar - út starfsferilinn.
  • Taktu þátt í raunverulegum vísindaverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
  • Njóttu betri starfsmöguleika, hvar sem er í heiminum.
  • Nýttu valnámskeið til að móta námið að þínu áhugasviði. 
  • Fáðu tækifæri til að vinna með mörgum af afkastamestu fræðimönnunum í tölvunarfræði á Íslandi.
  • Fáðu undirbúning fyrir doktorsnám.
Fara efst