Námið
Rannsóknir
HR

1. nóvember 2023

Dr. Hugh Fullagar ráðinn prófessor hjá íþróttafræðideild HR

Dr. Hugh Fullagar hefur tekið til starfa sem prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann kemur til HR frá University of Technology í Sydney. Hugh er reynslumikill kennari og vísindamaður, ásamt því að vera eftirsóttur fyrirlesari í faginu. Rannsóknarefni hans hafa snúist um að þróa gagnreyndar aðferðir til að bæta frammistöðu og minnka áhættu á meiðslum. Einkum hefur hann skoðað samhengi þreytu, endurheimtar, svefns, meiðsla og þjálfunarálags. Hugh lauk doktorsprófi í íþróttafræðum við Saarland University í Saarbrücken í Þýskalandi árið 2017 og kláraði grunnnám og meistaragráðu við University of Wollongong í Ástralíu fjórum árum fyrr.

REYNSLUBOLTI ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR

Hugh hefur meðal annars starfað sem íþróttafræðingur við University of Oregon og hjá Oregon Ducks í bandarísku NCAA-háskóladeildinni, sem styrktar- og þrekþjálfari hjá Oakland Raiders í NFL-deildinni, við FIFA-læknastöðina og Ólympíumiðstöð í Þýskalandi og er nú í samstarfi við NBA Global Academy. Hugh starfaði einnig um skamma hríð hjá AZ Alkmaar FC í Hollandi. Enn fremur hefur Hugh hann víðtæka reynslu af ráðgjöf og rannsóknum með fagaðilum eins og slökkviliðsmönnum og sérsveitum.

"Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til liðs við hópinn hér í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Ísland hefur alltaf verið land sem hefur heillað mig með náttúrufegurð sinni, sköpunargleði og sjálfbærni. Fólkið hérna hefur verið virkilega gestrisið og móttökurnar afskaplega góðar. HR er alþjóðlega þekktur sem framsækinn nýsköpunarháskóli og ég get vonandi bætt einhverju við mannauðinn í HR með mínum bakgrunni í þekkingu og reynslu. Meðal annars þegar kemur að því að finna fleiri samstarfsaðila í okkar fagi í viðleitni okkar að skapa þekkingu og gagnreyndar aðferðir til að bæta árangur og draga úr meiðslum. Námsskrá íþróttafræðinnar er að vissu leyti samofin starfsemi landsliða og íþróttafélaga hér á landi og skapar því nemendum einstök tækifæri. Ég get ekki beðið eftir að leggja mitt af mörkum til HR, sem státar nú þegar af frábæru námi, kennslu og rannsóknum á sviði íþróttafræði.

HIMINLIFANDI MEÐ RÁÐNINGUNA

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar, segir starfsfólk við deildina vera himinlifandi með þessa viðbót í teymið okkar.

Við erum einstaklega ánægð með að hafa fengið Hugh til liðs við íþróttafræðideildina. Rannsóknir hans sýna og sanna að hann er afbragðsgóður rannsakandi og hann er sömuleiðis framúrskarandi kennari. Deildin okkar metur mjög starfsfólk sem býr yfir sterkri fræðilegri en þó jafnframt hagnýtri þekkingu. Sérstaklega mikilvægt í mínum huga er að Hugh hefur umtalsverða reynslu af iðkendum og vinnu á gólfinu. Sérþekking og reynsla Hugh, sérstaklega í bata og svefni, er ómetanleg fyrir Háskólann í Reykjavík, íþróttasamfélagi Íslands og þeim íslensku faghópum sem hann getur átt í samstarfi við.

///

Dr. Hugh Fullagar Joins the RU Sports Science Dept. as Professor 

Dr. Hugh Fullagar has been hired as a professor at the Sports Science Department of Reykjavik University. Dr. Hugh joins RU from the University of Technology Sydney, Australia. His research interests focus on evidence-based methods to improve performance and reduce injury in team sport and industry (armed forces, firefighters and other physically demanding occupations), focusing on better understanding the relationship between fatigue, recovery (most notably sleep), injury and training load. 

GREAT APPLIED EXPERIENCE

Hugh has applied experience working with collegiate and professional athletes in Europe and North America, where he has previously worked for the Oakland Raiders (NFL), the University of Oregon (NCAA American Football) and during his doctoral studies at a FIFA Medical Centre of Excellence and German Olympic Training Centre (University of Saarland, Germany).

I am very excited to join the team here in the Sports Science Department. Iceland has always been a country that has intrigued me with its nature, creativity and sustainability, and I've been fortunate to be welcomed by the kind people here. Reykjavik University is internationally renowned as a driver of innovation. I look forward to participating in a program that ensures collaboration with new and existing industry partners as we seek evidence-based methods to improve performance and reduce injury. The Sports Science teaching curriculum is uniquely embedded with national teams and associations, creating exceptional student opportunities. I can't wait to help contribute to an already excellent set of programs.

Dr. Hafrun Kristjansdottir, Department Chair of the Sports Science Department at RU, says the team is delighted to have Hugh join the department.

We are delighted to have Hugh join the Sports Science Department. His research profile demonstrates that he is an excellent researcher and an outstanding teacher. Our department highly values staff members who possess strong academic knowledge and are applied scientific practitioners. Importantly, Hugh has substantial practitioner experience, particularly in recovery and sleep. His contribution will be of great value to Reykjavik University, the sports community of Iceland, and the Icelandic professional groups with whom he will collaborate. We are thrilled to have him on our team.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir