10. nóvember 2025
Fyrsta vísindaferð Gulleggsins 2026
10. nóvember 2025
Fyrsta vísindaferð Gulleggsins 2026
Fyrsta vísindaferð Gulleggsins 2026 fór fram í Grósku föstudaginn 24. október síðastliðinn. Á dagskrá var kynning um Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, aðilar frá ýmsum fyrirtækjum spjölluðu við gesti og tónlistarmaðurinn Floni sá um stemninguna.
Gulleggið hefst síðan í janúar með Hugmyndahraðhlaupi fyrir háskólanema og Masterclass-námskeiði þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu á henni sem gerir öllum kleift að taka næstu skref. Verða 10 teymi svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku í febrúar.

Háskólinn í Reykjavík er einn af eigendum KLAK og bakhjarl Gulleggsins.

Háskólinn í Reykjavík er einn af eigendum KLAK og bakhjarl Gulleggsins.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir