Háskólinn í Reykjavík veitir styrki úr atvinnulífstengdum sjóðum og nýnemastyrki
15. september 2025
Háskólinn í Reykjavík veitir styrki úr atvinnulífstengdum sjóðum og nýnemastyrki
Sérstök athöfn fór fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 11. september. Þar voru veittar viðurkenningar til styrkþega úr atvinnulífstengdum sjóðum og árlegir nýnemastyrkir afhentir. Þetta er í fyrsta sinn sem slík athöfn var haldin til að heiðra styrkþega og markaði hún því ákveðin tímamót.
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, afhenti nýnemastyrkina til nemenda sem hafa sýnt framúrskarandi árangur á stúdentsprófi, ásamt dr. Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, sviðstjóra samfélagssviðs, og dr. Ólafi Eysteini Sigurjónssyni, sviðsforseta tæknisviðs Háskólans í Reykjavík og aðstoðarrektor rannsókna, nýsköpunar og atvinnulífstengsla.
Þá voru veittir styrkir úr þremur atvinnulífstengdum sjóðum sem starfa í samstarfi við HR. Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR, stýrði athöfninni og segir styrkina endurspegla góð tengsl háskólans við atvinnulífið;
Við í Háskólanum í Reykjavík erum afar stolt af því að eiga í góðum og öflugum tengslum við íslenskt atvinnulíf. Styrkirnir sem veittir voru í dag endurspegla þann mikilvæga stuðning og hvatningu sem samstarf okkar við atvinnulífið veitir nemendum skólans.
Veittir voru styrkir úr þremur sjóðum;
Samfélagssjóður Símans:
Úr sjóðnum hlutu fimm nemendur styrki fyrir skólárið 2025 – 2026. Sjóður sem styður konur og kvár í tæknigreinum. Markmið sjóðsins er að fjölga konum/kvárum í tæknigreinum. Við val á styrkhöfum er meðal annars tekið mið af námsárangri í framhaldsskóla auk þátttöku nemenda á öðrum sviðum, t.d. íþróttum, tómstundastarfi og sjálfboðavinnu.
Við hjá Símanum erum stolt af því að hafa styrkt frábæran hóp fólks til náms á þessu sviði undanfarin ár. Vægi tæknigreina verður meira með hverju árinu. Þar er beinlínis unnið að því að móta framtíðina og það skiptir miklu máli að fjölbreyttur hópur taki þátt í því verkefni. Við óskum styrktarhöfum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna á þessu sviði á komandi árum.
Ragna Margrét Norðdahl, mannauðsstjóri Símans.
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, sviðsforseti tæknisviðs, Thelma Huld Víðisdóttir, Hera Brá Tómasdóttir, Erna María Beck ,Esja Kristín Siggeirsdóttir, Ragna Margrét Norðdahl og Dr. Ragnhildur Helgadóttir rektor HR. Á myndina vantar Steinfríði Maríu Alfreðsdóttur.
Námssjóður Sameinaðra verktaka:
Kristján Karl Randversson, tók við styrk úr Námssjóði Sameinaðra verktaka úr hendi Dr. Ragnhildar Helgadóttur, rektor HR.
Veittir voru fjórir styrkir úr sjóðunum í ár og voru allir þeir styrkþegar á leið í framhaldsnám. Úr sjóðnum eru veittir námsstyrkir sem nema skólagjöldum í eina önn til nemenda í verkfræði, tæknifræði og tölvunarfræði við HR. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem ljúka BSc-gráðu og hyggjast hefja framhaldsnám (MSc eða PhD) í HR eða öðrum háskólum, Nemendur á lokaönn í tæknifræði geta einnig sótt um styrkinn. Umsóknir eru metnar eftir námsárangri umsækjenda, frumkvæði og áræðni, samkvæmt námsyfirliti, kynningarbréfi og meðmælum. Við mat á umsóknum er einnig litið til þátttöku nemanda í störfum fyrir HR, s.s. félagsstörfum, dæmatímakennslu og kynningarstörfum.
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, Diana Al Barouki Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw, Sirra Guðmundsdóttir og Klara Steinarsdóttir frá Landsbankanum og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sviðsforseti samfélagssviðs.
Hvatasjóður Landsbankans;
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði Landsbankans fyrir skólaárið 2025-2026. Úr sjóðnum hljóta nemendur styrk sem hafa annað móðurmál en íslensku og náð hafa góðum árangri í námi í framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að jafna aðgengi að námi við HR. Við val á styrkhöfum er tekið mið af námsárangri auk fjölbreytileika og þátttöku nemenda á öðrum sviðum, t.d. íþróttum, tómstundastarfi og sjálfboðavinnu.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw, Diana Al Barouki og Sirra Guðmundsdóttir.
Sirra Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, kynnti samstarf bankans og HR í tengslum við sjóðinn;
Samstarfið og afhending styrkja úr Hvatasjóði hófst árið 2023 og hefur þegar sýnt fram á gildi sitt. Með því að styrkja nemendur til að hefja grunnnám hefur sjóðurinn skapað raunveruleg tækifæri fyrir nemendur sem hafa íslensku sem annað mál.
sIRRA GUÐMUNSDÓTTIR, MANNAUÐSSTJÓRI LANDSBANKANS
Samstarfið og afhending styrkja úr Hvatasjóði hófst árið 2023 og hefur þegar sýnt fram á gildi sitt. Með því að styrkja nemendur til að hefja grunnnám hefur sjóðurinn skapað raunveruleg tækifæri fyrir nemendur sem hafa íslensku sem annað mál.
Eftirfarandi nemendur hlutu styrki úr atvinnulífstengdum sjóðum: