Námið
Rannsóknir
HR
28. janúar 2026

HR tekur þátt í north2north skiptinámsáætluninni

Háskólinn í Reykjavík hefur gerst aðili að north2north skiptinámsáætlun Háskóla Norðurslóða (University of the Arctic, UArctic). Með aðildinni býðst nemendum HR tækifæri til að stunda hluta af háskólanámi sínu við samstarfsháskóla á norðurslóðum.

North2north-áætlunin er alþjóðlegt samstarf innan UArctic sem hefur að leiðarljósi að styðja við nemendaskipti milli háskóla sem sinna kennslu og rannsóknum á málefnum norðurslóða. Skiptinám fer fram í eina önn og byggir á samkeppnisvali, þar sem nemendur HR sækja um ásamt nemendum frá öðrum þátttökuskólum.

Nemendur geta fengið ferða- og framfærslustyrk til skiptináms við háskóla þar sem HR er ekki nú þegar með samstarfssamning.

Umsóknarfrestur er 10. febrúar og nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á: outgoing@ru.is.


28. janúar 2026
Nýjustu fréttirnar