Námið
Rannsóknir
HR

24. nóvember 2025

Námskeiðið veitir grunn þekkingu og innsýn í gervigreind og hvernig hún virkar

Gervigreindarsérfræðingurinn Saga Úlfarsdóttir kennir inngangs námskeið í gervigreind í Opna háskólanum sem kallast AI Literacy - Intro to AI. Saga er með meistaragráðu í gervigreind frá tækniháskólanum í Danmörku og sérhæfð í vélnámi. Hún starfar í dag sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.


Námskeiðið er tilkomið fyrir tilstilli Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar-EDIH með það að markmiði að gera meira af aðgengilegu efni um gervigreind miðað að stjórnendum og fleirum í viðskiptalífi. Á námskeiðinu öðlast fólk grunn þekkingu og innsýn inn í hvað gervigreind er og hvernig hún virkar. Námskeiðið er það fyrsta í röð slíkra námskeiða þar sem fjallað verður um margvíslega fleti gervigreindar. Námskeiðið er í boði bæði á íslensku og ensku.

Saga Úlfarsdóttir er með meistaragráðu í gervigreind frá tækniháskólanum í Danmörku og sérhæfð í vélnámi. Hún starfar í dag sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.


Aðspurð um umræðuna um gervigreind almennt séð í samfélaginu segir Saga það algjörlega fara eftir þeim hópi sem rætt er við hverju sinni hvort fólk fagni tilkomu tækninnar eða hræðist hana mögulega, ef svo má segja.

Það eru næstum allir og ömmur þeirra farnir að nota gervigreindar spjalllausnir á sama tíma og ákveðinn hópur vill alls ekki sjá þetta. Það hreyfist allt mjög hratt og óvíst hvert þetta stefnir svo eðlilega er ákveðin hræðsla í kringum það. Flest fyrirtæki eru spennt fyrir möguleikunum sem fylgja þessari tækni en fá hafa unnið mikla vinnu í kringum hana eða hvað þá myndað stefnu varðandi notkun hennar.

Segir Saga og bætir við að námskeiðið henti öllum sem taki þátt í ákvörðunum um innleiðingu eða notkun gervigreindar hvort sem viðkomandi sé stjórnandi, starfsmaður í opinbera geiranum, heilbrigðisstarfsmaður, sérfræðingur í fjármálum, kennari eða einfaldlega áhugamanneskja um áhrif gervigreindar á þitt starfssvið. Það sé sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem vilja nýta gervigreind á ábyrgan hátt án þess að þurfa að verða tæknisérfræðingar.

Ég hef alltaf haft áhuga á að skilja heiminn út frá gögnum því það getur sagt okkur ýmislegt sem við nemum ekki meðvitað. Gögn eru undirstaða gervigreindar, og hún getur virkað eins og ákveðinn spegill (sem sýnir okkur oftar en ekki eitthvað óvænt).

Segir Saga um tilurð þess að áhugi hennar á þessu sviði kviknaði.

Þær Saga og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir, nemandi við tölvunarfræðideild og umsjónarmaður Frostkastsins ræddu nýverið um gervigreind og netöryggi í Samfélaginu. Hlusta má á þáttinn hér.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir