Námið
Rannsóknir
HR

11. september 2024

Ný stjórn HR og nýtt háskólaráð HR komu saman til fyrstu funda

Föstudaginn 6. september sl. fór fram fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík sem kjörin var á aðalfundi HR þann 6. júní 2024.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, kemur nýr inn í stjórn HR en aðrir stjórnarmenn eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar HR, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Fimm manneskjur sem skipa stjórn HR stilla sér upp fyrir myndavélina.
Stjórn Háskólans í Reykjavík.

Stjórn HR ræður rektor skólans og rektor situr stjórnarfundi. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum eins og á við um stjórnir fyrirtækja og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum, þar með ákvörðun skólagjalda, og almennum rekstri.

Þá kom nýtt háskólaráð HR einnig saman til fundar þann 6. september. Í háskólaráði sitja tíu fulltrúar atvinnulífs og stjórnsýslu. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu og rannsóknir, sem og um tengsl háskólans og atvinnulífsins.

Þetta haustið koma ný inn í háskólaráð þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.

Háskólaráð HR:

  • Andri Þór Guðmundsson– formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar
  • Anna Hrefna Ingimundardóttir – aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Árni Sigurjónsson – formaður Samtaka iðnaðarins
  • Borghildur Erlingsdóttir – forstjóri Hugverkastofu, tilnefnd af ráðuneyti
  • Brynja Baldursdóttir – forstjóri Motus
  • Eyjólfur Árni Rafnsson – formaður Samtaka atvinnulífsins
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir – formaður stjórnar Háskólans í Reykjavík
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson – forstjóri Kerecis
  • Hjálmar Gíslason – stofnandi og forstjóri GRID
  • Valgerður Hrund Skúladóttir – forstjóri Sensa

///

Reykjavik University‘s Board of Directors met for its first meeting of the schoolyear on Friday September 6th. Björn Brynjúlfur Björnsson, Managing Director of Icelandic Chamber of Commerce, is new at the Board of Directors, other board members are Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Chairman of the RU Board of Directors, Halldór Benjamín Þorbergsson, CEO of Heimar, Tanya Zharov, Deputy Chief Executive Officer of Alvotech, and Sigurður Hannesson, Director General of SI – The Federation of Icelandic Industries.

The Board of Directors is responsible for planning, administration, finance, determining tuition fees, and general operations. The President of RU attends meetings of the Board of Directors.

The University Council of Reykjavik University also met on Friday September 6th for its first meeting. The University Council operates as a forum for discussions regarding academic policy, teaching and research and collaboration with industry.

RU‘s University Council:

  • Andri Þór Guðmundsson – Chairman of the Iceland Chamber of Commerce and CEO at Ölgerðin
  • Anna Hrefna Ingimundardóttir – Deputy Director of SA – Confederation of Icelandic Enterprise
  • Árni Sigurjónsson – Chairman of SI – The Federation of Icelandic Industries
  • Borghildur Erlingsdóttir – CEO of the Icelandic Intellectual Property Office
  • Brynja Baldursdóttir – CEO of Motus
  • Eyjólfur Árni Rafnsson – Chairman of SA - Confederation of Icelandic Enterprise
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir – Chairman of the RU Board of Directors
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson – CEO of Kerecis
  • Hjálmar Gíslason – founder and CEO of GRID
  • Valgerður Hrund Skúladóttir – CEO of Sensa
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir