16. janúar 2026
Skipulagsmál kringum HR
Margir nemar hafa sýnt lagningu Borgarlínu og skipulagsmálum kringum HR áhuga enda spennandi samgöngubætur fyrirhugaðar. Fyrir áhugasöm er hér hlekkur á athugasemdir HR við deiliskipulag svæðisins þegar það var í drögum. Þar gerði háskólinn ekki athugasemdir við Borgarlínuna eða legu hennar. Hins vegar voru gerðar athugasemdir við takmarkað samráð, bílastæðamöguleika á framkvæmdatíma, hjólastæði og breytingu á byggingamagni.
Í næsta mánuði verður kynningarfundur um Borgarlínu sem nemar jafnt sem starfsmenn eru hvattir til að mæta á, kynna sér næstu skref og taka þátt í samtali um þróun svæðisins og borgarinnar.
Dagsetning
16. janúar 2026
Deila