Námið
Rannsóknir
HR
26. janúar 2026

Sprotafyrirtæki HR kynnt á fyrstu vísindaferð Gulleggsins

Fyrsta vísindaferð Gulleggsins fór fram nýverið í Grósku og var þar góð stemning að vanda. Fulltrúar Sprota, nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR, kynntu Sprotasól HR, sem sýnir hluta þeirra sprotafyrirtækja sem sprottið hafa upp úr verkefnum nemenda í HR.

Fulltrúar Sprota, nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR, kynntu Sprotasól HR.


Í Gullegginu í ár verður sérstök áhersla lögð á hugmyndir á sviði lífvísinda, líftækni og lyfjaþróunar. Í tengslum við þá áherslu munu Alvotech og Fruman Líftækniklasi veita sérstök verðlaun fyrir bestu hugmyndina á þessum sviðum.


Þátttaka í Gullegginu getur orðið til þess að skapa raunverulegan stökkpall fyrir hugmyndina sem skarar fram úr með auknum sýnileika, aðgengi að öflugu tengslaneti og stuðningi við áframhaldandi þróun. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir frumkvöðla, rannsakendur og hugmyndasmiði til að kynna hugmyndir sínar og fá kraft í næstu skref.

Gulleggið er frábær vettvangur fyrir unga frumkvöðla.


Við hvetjum öll sem hafa áhuga og metnað til að taka þátt í Gullegginu að skrá sig fyrir 29. janúar.

Háskólinn í Reykjavík er einn af eigendum KLAK og bakhjarl Gulleggsins, stærstu og elstu frumkvöðlakeppni Íslands.

26. janúar 2026
Nýjustu fréttirnar