Námið
Rannsóknir
HR

15. desember 2025

Uppskeruhátíð Snjallræðis, fyrsta háskólahraðals á Íslandi

Teymin í háskólahraðlinum Snjallræði kynntu afraksturinn af vinnu sinni á uppskeruhátíð Snjallræðis fimmtudaginn 11. desember sem haldin var á Nauthóli. Fundarstjóri var Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar við Háskólann á Akureyri. Með opnunarorð fór borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir.  

Borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, opnaði hátíðina.

Í erindi sínu sagði Heiða Björg m.a. að mikilvægt væri að þróa verkefni sem sköpuðu samfélagslegt virði. Tók hún dæmi um verkefni sem kviknuðu í Snjallræði og urðu í framhaldinu að innviðum í borginni.  

Oddur Sturluson, verkefnastjóri Snjallræðis, kynnti Snjallræði fyrir gestum og að því loknu fóru fram lokakynningar teymanna. Í pallborði sátu þau Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ, Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður Sjálfbærnis hjá JBT Marel og Einar Mäntylä, nýsköpunarráðgjafi hjá Orkideu. 

. Í pallborði sátu þau Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ, Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður Sjálfbærnis hjá JBT Marel og Einar Mäntylä, nýsköpunarráðgjafi hjá Orkideu. 

Í lokin veitti Ásgeir Jónsson, kennari við viðskipta- og hagfræðideild HR og einn þjálfara Snjallræðis, viðurkenningu til teymanna. Auk Ásgeirs hafa þau Svava Björk og Oddur verið þjálfarar í Snjallræði í ár. 

Jákvæð áhrif á samfélag, umhverfi og hagkerfi

Teymin hafa síðustu fjóra mánuði unnið af eldmóði við að þróa og móta hugmyndir að verkefnum sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á samfélag, umhverfi og hagkerfi. Í ár eru teymin í Snjallræði alls níu talsins.  

Við erum stolt af því að styðja við áhrifarík og hugvitsdrifin verkefni sem eru enn á hugmyndastigi. Samstarf þátttakenda og ráðleggingar eldri og reyndari frumkvöðla skapar líflegan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni í startholunum og fjölbreytnin í verkefnunum sýnir hversu öflug samfélagsleg nýsköpun getur verið.

Við erum stolt af því að styðja við áhrifarík og hugvitsdrifin verkefni sem eru enn á hugmyndastigi. Samstarf þátttakenda og ráðleggingar eldri og reyndari frumkvöðla skapar líflegan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni í startholunum og fjölbreytnin í verkefnunum sýnir hversu öflug samfélagsleg nýsköpun getur verið.

Segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri Snjallræðis.  

Teymin í ár voru eftirfarandi:

Vera: Snýr að lausnum sem brúa bilið í þjónustu og samskiptum, styrkja stöðu einstaklingra í viðkvæmri stöðu og gera heilbrigðis- og velferðakerfið skilvirkara og mannúðlegra. Teymið er skipað þeim Sigríði Kristínu Hrafnkelsdóttur, Hildi Harðardóttur og Birnu Björnsdóttur.  

Gleipnir Lífsmiðja: Líftæknifyrirtæki þar sem virkjaður er erfðamáttur gersveppa og hönnunarlíffræði nýtt til að skapa byltingarkenndar lausnir í lyfjaþróun. Teymið er skipað þeim Guðjóni Ólafssyni og Henný Adolfsdóttur.  

CO2 conversion: Hugmyndin snýr að skynsamlegri hönnun og uppgötvun efna til að fanga CO₂ og umbreyta því í vistvænt eldsneyti við umhverfisaðstæður með rafhvötun. Teymið er skipað þeim Younes Abghoui, Mohammad Awais og Mohammad Reza Khaniha.  

Tón-tyngi: Verkefnið snýr að því að hanna umgjörð utan um rafrænan söngvabanka, með textum, nótum, hljóðskrám og kennsluefni, sem yrði aðgengilegur fyrir breiðan hóp notenda fagfólks, foreldra og kennara. Teymið er skipað Helgu Rut Guðmundsdóttur, Aleksandra Kozimala, Adam J. Switala og Natalia Duarte Jeremías.  

Lengi býr að fyrstu gerð: Hönnun skólamatseðla með næringarríkum mat, elduðum frá grunni, sem ætlaðir eru til að kynna börn fyrir ólíku hráefni og draga úr matarsóun. Teymið er skipað þeim Kristínu Petrínu Pétursdóttur og Fannýju Kristínu H. Maríudóttur.  

Immigrant Inclusion: Að hugmyndinni stendur Magnea Marinósdóttir og snýr verkefnið að  inngildingu fólks af erlendum uppruna með áherslu á borgaralega og lýðræðislega þátttöku.  

GeoMerge: Hönnun nýstárlegra lausna fyrir stjórnun jarðhitageyma og tækni til að bæta afköst og sjálfbærni á jarðhitasvæðum. Teymið er skipað þeim Agata Rostran Largaespada og Ximena Guardia Muguruza.   

Charbo: Hugmynd er snýr að því að umbreyta lífrænum úrgangi í öruggan og næringarríkan áburð til þess að bæta íslenskan jarðveg, örva vöxt plantna og draga úr þörf fyrir innfluttan áburð. Teymið skipa þau Sigrún Emelía Karlsdóttir og Liam O'Malley. 

Árangursríkt haust að baki með góðu samstarfi háskólanna

Snjallræði er fyrsti sameiginlegi háskólahraðall Íslands og er samstarfsverkefni milli Háskóla Akureyrar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hann hófst í byrjun september með vinnustofu í Grósku hugmyndahúsi en önnur vinnustofa Snjallræðis fór síðan fram á Húsavík í lok september, samhliða Hönnunarþingi Húsavíkur. Um miðjan október fór þriðja vinnustofan fram í HR og sú fjórða og síðasta nú í lok nóvember í Grósku. 

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir