Námið
Rannsóknir
HR

28. maí 2025

Verðlaunaafhending námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Verðlaunaafhending námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja fór fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 16. maí síðastliðinn og var jafnframt opinn hliðarviðburður á Iceland Innovation Week. 

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er einstakt, og jafnframt stærsta námskeiðið, sem kennt er í HR. Námskeiðið sitja 500 nemendur úr öllum deildum háskólans og vinna í hópum þvert á deildir háskólans.

Liðið sem hafnaði í fyrsta sæti í ár kallst Viro og er skipað nemendum í tölvunar-, laga- og orku og véltæknifræði.

Liðið sem hafnaði í fyrsta sæti í ár kallst Viro og snýr að þróun sýndarveruleika fyrir viðbragðsþjálfun sjúkraflutningamanna sem kemur í stað tímafrekra og óraunverulegra þjálfunaraðferða sem notast er við í dag. Auk þess eykur hún aðgengi að fræðsluefni til sí- og endurmenntunar.

Í vinningsliðinu eru þau Daníel Unnar Ólafsson, Ingólfur Freyr Guðnason og Tinna María Þorleifsdóttir, nemendur í tölvunarfræði, Samúel Þórir Grétarsson, nemi í orku-og véltæknifræði, og Þóra Þórðardóttir laganemi. Þau segja hugmyndina hafa sprottið út frá því að einn hópmeðlima hafði nýlega ráðið sig í sumarstarf hjá lögreglunni.

Hugmyndin var upphaflega sú að gera fólki kleift að upplifa aðkomu að slysi með aðstoð sýndarveruleika með það fyrir augum að undirbúa fólk betur undir slíkar aðstæður. Eftir að hafa átt samtöl við ýmsa aðila sem hafa þurft að bregðast við slíkum aðstæðum í starfi kom í ljós að þessi lausn gæti komið til með að gegna lykilhlutverki í framtíðinni við þjálfun viðbragðsaðila eins og t.d. sjúkraflutningamanna. Erfitt er að undirbúa fólk til þess að takast á við þessi störf fyrirfram og lítil framþróun hefur orðið í námi þessarar mikilvægu stéttar. Því er sannarlega rými til þess að nýta betur þá tækniframþróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár.

Hópurinn hefur enn ekki ákveðið hver næstu skref verða með Viro en eru að velta fyrir sér þeim tækifærum sem standa þeim til boða. Þau segjast hafa fengið mjög jákvæðar undirtektir frá öllum sem þau töluðu við á meðan á námskeiðinu stóð og finna það mjög sterkt að fólk hafi trú á þessari lausn og að hún sé gerleg.

Liðið Búhald hreppti annað sætið með lið skpað tölvunarfræði- og laganemum.

Annað sætið skipaði liðið Búhald með lausnina Allt búið á einum stað. Liðið var skipað Haraldi Johannessen laganema og tölvunarfræðinemunum, Manwin Georg Edselsson, Orra Ársælssyni, Stefáni Erni Gíslasyni og Tómasi Karli Róbertssyni.

Lokaviðburður Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - opinn hliðarviðburður á IIW. Ásgeir Jónsson - viðskipta og hagfræðideild, Logi Már Einarsson, Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra opnar viðburðinn

Þriðja sætið skipuðu tölvunarfræðinemarnir Daniel Z. El Deen K. Al Hennaw, Hólmsteinn Orri Egilsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir, Ragnar Frandsen, nemi í orku- og véltæknifræði og Viktoria Kristín Arnardóttir, laganemi. Þeirra hugmynd kallast House of Njörður.

Logi Már Einarsson, Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra opnaði viðburðinn.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir