Námið
Rannsóknir
HR

18. nóvember 2025

Vinnustofa haldin til heiðurs starfsferils Önnu Ingólfsdóttur

Vinnustofa var haldin til heiðurs starfsferils Önnu Ingólfsdóttur, prófessors við tölvunarfræðideild, sem spannar nærri fjörutíu ár, í síðastliðinni viku. Anna hóf störf við Háskólann í Reykjavík í september 2005 og varð fyrsti kvenkyns prófessorinn í tölvunarfræði á Íslandi árið 2006.

Við HR hefur Anna leiðbeint sjö doktorsnemum og tíu nýdoktorum. Í dag er einn af leiðbeinendum hennar prófessor, fjórir eru dósentar, fjórir lektorar og fimm gegna rannsóknarstöðum við framúrskarandi háskóla og rannsóknarmiðstöðvar. Hún er einnig meðhöfundur að víðtækri kennslubók um líkön, forskrift og sannprófun á hvarfgjörnum kerfum, gefin út af Cambridge University Press.

Eftir að hafa lokið meistaragráðu með lokaritgerð í functional analysis and differential geometry, skrifaði Anna Ingólfsdóttir, árið 1987, meistararitgerð í tölvunarfræði undir titlinum Fra Hennessy-Milner logik til CCS-processor, ásamt Jens Christian Godskesen og Michael Zeeberg undir handleiðslu Kim G. Larsen. Hún lauk síðan DPhil-gráðu í tölvunarfræði undir handleiðslu Matthews Hennessy við Háskólann í Sussex.

Anna varð fyrsti kvenkyns prófessorinn í tölvunarfræði á Íslandi árið 2006.

Síðastliðin ár hafa rannsóknarstörf Önnu snúið að fjölbreyttum hliðum tölvunarfræðinnar, þar á meðal algebru ferla, lífupplýsingafræði, samhliðakenningu, líkindafræði, rökfræði í tölvunarfræði og runtime monitoring. Nálgast má frekari upplýsingar um rannsóknir Önnu á DBLP-síðu henar og prófíl á Google Scholar.

Anna var meðstofnandi vísindasetursins ICETCS Icelandic Centre of Excellence in Theoretical Computer Science, sem stofnað var árið 2005, og hefur verið vísindalegur meðstjórnandi þess síðan. Hún hlaut Rannsóknarverðlaun Háskólans í Reykjavík árið 2013.

Anna gengdi áður störfum við Álaborgarháskóla, Háskóla Íslands, DeCode Genetics og Háskólann í Sussex, auk þess að gegna gestastöðum við Kínversku vísindaakademíuna, DTU, Universidad Complutense Madrid og Háskólann í Flórens, svo eitthvað sé nefnt.

Maríu Óskarsdóttur, dósent við tölvunarfræðideild HR,og Luca Aceto, prófessor við tölvunarfræðideild.

Á vinnustofunni bauð Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, forseti tæknisviðs, gesti velkomna en síðan héldu erindi þau Kim G. Larsen frá Álaborgar háskóla, Elli Anastasiadi og Giovanni Bacci, frá sama háskóla, og frá Maríu Óskarsdóttur, dósents við tölvunarfræðideild HR og kennara við Háskólann í Southampton.

Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir