Grunnnám við HR
Nútímalegar kennsluaðferðir, verkefnamiðað nám, sterk tengsl við atvinnulífið og þátttaka í rannsóknum er meðal þess sem einkennir nám í HR. Í starfinu er lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir nemendur, góð og persónuleg samskipti kennara og nemenda og góða þjónustu. Öll starfsemi HR er undir einu þaki og háskólabyggingin er opin allan sólarhringinn fyrir nemendur.
HR er í samstarfi við fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja og stofnana sem tryggir að starfsnámið sé í takt við þarfir atvinnulífs og samfélags hverju sinni.
Á hinum virta lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla í heiminum er HR í sæti 300-350, efstur íslenskra háskóla. Í mati THE á hlutfallslegum áhrifum rannsókna alþjóðlegra háskóla, hefur HR síðastliðin ár verið í efstu sætum.
Kynntu þér fjölbreytt námsframboð í grunnnámi við HR hér fyrir neðan eða farðu beint á umsóknarsíðu.
Hér er einnig er hægt að skoða grunnnámsbækling HR.
*Ekki er tekið við nýjum nemendum á þessar námsbrautir.