Viðskiptafræði -með lögfræði
Hvað læri ég?
Nemendur afla sér haldgóðrar grunnþekkingar í viðskiptafræði (120 ECTS) en hafa hlotið talsverða innsýn í lögfræði (60 ECTS). Nemandi útskrifast frá viðskipta- og hagfræðideild.
Tvær gráður á fjórum árum
Hægt er að ljúka BSc í viðskiptafræði og BA í lögfræði á fjórum árum.
Að námi loknu eiga nemendur að :
- Skilja hlutverk allra helstu undirstöðugreina innan viðskiptafræði, svo sem tölfræði, reikningshald, neytendahegðun, viðskiptasiðfræði, hagfræði, fjármál, upplýsingatækni, stjórnun og markaðsfræði.
- Þekkja og hafa nokkurn skilning á og innsæi í helstu kenningar og hugtök lögfræðinnar, samfélagslegu hlutverki hennar og aðferðafræði.
- Þekkja þær aðferðir sem beitt er við greiningu og úrvinnslu gagna í greinunum og geti metið áreiðanleika þeirra.
Hvernig læri ég?
Nemendur taka þátt í hópavinnu, frumkvöðlastarfi og samstarfi milli deilda. Þannig fá þeir góðan undirbúning fyrir atvinnulífið og hafa hlotið þjálfun sem gerir þá í stakk búna til að stofna eigið fyrirtæki.
Hluti náms á ensku
Þriðja námsárið er kennt á ensku en það undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi.
Gestafyrirlesarar
Á hverju ári koma 60–80 gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu að kennslu.
Starfsnám
Nemendur í grunnnámi í viðskiptafræði geta sótt um að ljúka einingum í starfsnámi. Starfsnámið veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta í atvinnulífinu
Einstakt tækifæri
Nemendur í grunnnámi í viðskiptafræði geta sótt um að ljúka einingum í starfsnámi. Starfsnámið veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta í atvinnulífinu.
Að námi loknu
Út á vinnumarkaðinn
Viðskiptafræðingar starfa við stofnun og rekstur fyrirtækja, mannauðsmál, fjármál, stefnumótun, sölu- og markaðsmál, framleiðslu og reikningshald.
Áframhaldandi nám
Grunnnám í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein undirbýr nemendur fyrir meistaranám í viðskiptafræði eða lögfræði.
Það hefur verið ótrúlega gefandi að vinna náið með fyrirtækjum og fá að vinna með alvöru gögn. Verkefnin verða miklu skemmtilegri þegar maður er með alvöru gögn í höndunum.
Í starfi mínu sem markaðsstjóri hef ég nýtt mér þá þekkingu og verkfæri sem ég öðlaðist við nám mitt í HR. Námið undirbýr nemendur vel fyrir áskoranir fjölbreyttra framtíðarstarfa með samfélagsábyrgð og frumkvæði að leiðarljósi.
Skipulag náms
- 108 ECTS í kjarna (18 námskeið)
- 60 ECTS í aukagreininni (7 námskeið)
- 12 ECTS í lokaverkefni
Að jafnaði eru tekin fimm námskeið (30 ECTS) á hverri önn og telst það fullt nám. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.
Velgengni í námi og starfi
Hluti af grunnnámi í viðskipta- og hagfræði eru sex 1 ECTS eininga námskeið sem bera yfirskriftina Velgengni í námi og starfi (Personal development). Námskeiðin bera heitin; Lífið í háskóla, Velsæld, Leiðtogahæfni og skilvirk teymi, Gagnrýn hugsun, Framkoma og mælskulist og Starfsframi. Markmið námskeiðannna er að byggja nemendur upp enn frekar fyrir atvinnulíf og frekara nám. Á útskriftarönn taka nemendur því einu námskeiði færra (24 ECTS) og hafa meira svigrúm til að einbeita sér að lokaverkefni.
Námskeiðin eru valkvæð nemendum í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.
Að hefja nám á vorönn
Ekki er opið fyrir umsóknir um áramót. Undantekningar eru mögulegar ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í viðskiptafræði. Einnig ef nám í viðskiptafræði hefur verið stundað í öðrum háskóla. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.
Þriggja vikna námskeið
Vissir þú að:
- Hægt er að ljúka BSc-námi í viðskiptafræði og BA námi í lögfræði á fjórum árum.

Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Kennsla fer fram á netinu og í háskólabyggingu HR.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Af hverju viðskiptafræði í HR?
- Góð tengsl við atvinnulífið
- Raunhæf verkefni
- Öflugt starfsnám
- Alþjóðlega vottaðar námsbrautir