Er íslenskan góður „bisness“?
Stefnumót fyrirtækja og fræðasamfélags
- Veröld – hús Vigdísar, salur 023
- Miðvikudagur 16. október kl. 8-13
- Öll velkomin
Sjá streymi frá viðburðinum
Vægi tungumálsins eykst stöðugt innan upplýsingatækni, í samskiptum manna við tölvur og snjalltæki. Í máltækni er unnið með tölvutækni og tungumál að því að þróa kerfi sem geta skilið og talað náttúruleg tungumál. Þannig er stuðlað að notkun talmáls í samskiptum manns og tölvu.
Miðvikudaginn 16. október, kl. 8-13 bjóðum við til stefnumóts fyrirtækja og fræðasamfélags um máltækni í Veröld – húsi Vigdísar, sal 023. Öll velkomin.
Þróun máltækni fyrir íslensku er mikilvægt samstarfsverkefni háskóla, stofnana og atvinnulífsins, sem hefur það að markmiði að íslenskur almenningur geti talað móðurmálið í samskiptum við tölvur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið lifi í stafrænum heimi.
Á ráðstefnunni mætast fræðasamfélagið og fyrirtæki í þeim tilgangi að greina tækifærin sem máltækni fyrir íslensku felur í sér þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini. Að ráðstefnunni standa Almannarómur – Miðstöð um máltækni, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Íslandsmiðstöð Evrópuverkefnanna CLARIN, Deloitte Ísland og European Language Grid, og Samtök atvinnulífsins.
Dagskrá
8.00 Léttur morgunverður
8.30 Opnunarávörp
- Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
- Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
8.50 Hver er staðan?
- Eiríkur Rögnvaldsson, landsfulltrúi CLARIN og ELG á Íslandi og prófessor emeritus við HÍ
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms - Miðstöðvar um máltækni
9.10 Nemendur HÍ og HR opna söfnun málsýna meðal almennings með aðstoð Guðna Th. Jóhannessonar, Vigdísar Finnbogadóttur, Lilju Alfreðsdóttur og Halldórs Benjamíns Þorbergssonar
9.20 Tungumál í tækjum
Fundarstjóri: Sigríður Mogensen, framkvæmdastjóri Hugverkasviðs SI
Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri Samstarfs um íslenska máltækni og framkvæmdastjóri Grammateks ehf.: Verkfærakista í máltækni - tæki til nýsköpunar
Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind ehf.: Hver er sætastur? Spurt og svarað á íslensku.
Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Símans: Vilja viðskiptavinirnir virkilega tala við vélar?
Bente Maegaard, formaður ESFRI Strategy Working Group for Social Science and Humanities, fyrrverandi forstöðumaður Center for sprogteknologi, situr í Fagráði Almannaróms - Miðstöðvar um máltækni: Hvernig nýtist CLARIN ERIC til hugbúnaðarþróunar í atvinnulífinu?
Davíð B. Þórisson, sérfræðilæknir í bráðalækningum, og Matthías Leifsson, hagfræðingur: Raddgreining í heilbrigðisþjónustu
10.15 Kaffi og samlokur
10.45 Íslenska og fjölmiðlar
Fundarstjóri: Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV og Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Númiðla og Rásar 2 hjá RÚV: Er allt að fara til fjandans - aftur?
Jón Páll Leifsson, verkefnastjóri, Broddi ehf.: Broddi, næsta!
Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræði við HÍ: Frá tali til texta milli mála
Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild HR: Sjálfvirk samantekt íslensks texta
11.45 Máltækni í fjármálaþjónustu
Fundarstjóri: Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka: Hvernig vilja viðskiptavinir eiga í samskiptum um fjármálin sín?
Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsdeild Íslandsbanka: Bankaðu á mannamáli! Virkar máltækni í fjártækni?
Albert G. Jónsson, deildarstjóri framþróunar á einstaklingssviði Landsbankans: Talbankinn
Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild HR, Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tíró: Ritvélar framtíðarinnar
12.50 Ráðstefnuslit