Dagskrá geðheilbrigðisviku

Fjölbreytt og áhugaverð erindi og málstofur 29. janúar - 2. febrúar

  • 29.1.2018 - 2.2.2018

Á geðheilbrigðisviku náms- og starfsráðgjafar og sálfræðisviðs HR 29. jan - 2. feb. er boðið upp á fjölbreytt og áhugaverð erindi og málstofur.

Mánudagur 29. janúar, stofa M208, 12:00 - 13:00
Eru ekki allir ”jolly”? 
Andri Hauksteinn Oddsson og Halldóra Björg Rafnsdóttir, sálfræðingar kynna niðurstöður rannsóknar á Geðheilsu háskólanema á Íslandi.
Kynning á sálfræðiþjónustu HR.

Þriðjudagur 30. janúar, stofa V101, 12:00 - 13:00
Betri svefn - grunnstoð heilsu
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum heldur fyrirlestur um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og geðræna heilsu. Farið yfir hvað það er sem gerist í líkama og sál í svefni og hver eru helstu svefnvandamálin og gefin ráð til að bregðast við þeim.

Miðvikudagur, 31. janúar, stofa V101, 12:00 -13:30
Fíkn eða frelsi? Málstofa:
Sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja.

Fimmtudagur 1. febrúar , stofa V102, 12:00 - 13:00
Icelandic Lifecourse study: stress, risky behavior, and adolescent mental health
Dr. John Allegrante, Professor of Health Education, Teachers College, Columbia University.

Föstudagur 2. febrúar, stofa V101, 12:00 - 13:00
Má ekkert lengur?
Helgi Héðinsson og Rakel Davíðsdóttir sálfræðingar hjá Lífi og sál munu fjalla um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og miða erindið að nemendum – ungu fólki.