Hvað eru skammtatölvur?

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 26.5.2020, 12:00 - 13:00

Þriðjudagsfyrirlestur Háskólans í Reykjavík og Vísis: Sigurður I. Erlingsson, prófessor og forstöðumaður grunnnáms við verkfræðideild, fer yfir eiginleika skammtatölva og reynir að varpa ljósi á hvers vegna þær geta verið mikið öflugri en venjulegar tölvur.

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-9

Undanfarin ár hafa komið í fjölmiðlum fréttir um að búið sé að smíða skammtatölvur og þar með hafi hefðbundum tölvum nánast verið rutt úr vegi. En er eitthvað til í slíkum fullyrðingum? Í þessum fyrirlestri verður farið í eiginleika skammtatölva og reynt að varpa ljósi á af hverju þær geti verið miklu öflugri en hefðbundnar tölvur. Til að skilja eiginleika skammtatölva, og þá sérstaklega af hverju það er erfitt að búa þær til, þá þarf að þekkja grunnatriði skammtafræði og verða þau útskýrð á aðgengilegan hátt eins og kostur er. Að lokum ræðum við þær hagnýtingar skammtatölva sem líklegastar eru að komast í gagnið í náinni framtíð.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is