Stelpur og tækni
Stelpur í 9. bekk kynnast tækni á lifandi og skemmtilegan hátt
Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla landsins fá að kynnast konum í tæknistörfum og tæknifögum innan háskólans. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.
Viðburðurinn verður haldinn þann 19. maí, nánari upplýsingar birtast síðar.