Stelpur og tækni

Markmiðið er að vekja áhuga stúlkna á möguleikum í tækninámi og -störfum

  • 22.5.2019

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Að verkefninu stendur Háskólinn í Reykjavík ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins, með styrk frá Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

Vinnustofur

Stelpurnar taka þátt í fjölbreyttum vinnustofum í HR þar sem viðfangsefnin eru af ólíkum toga, til dæmis kynnast þær forritun og gerð vefsíðu, vefhönnun, uppbyggingu tölvuleikja, tölvutætingi og Sonic Pi forritun.

Vinnustofur eru í umsjá/samvinnu við:

  • /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR
  • kennara við tæknisvið HR
  • Tækniskólann
  • Menntaskólann á Ásbrú
  • Forritunarkeppni framhaldsskólanna
  • Fagkonur
  • Myrkur
  • Landsnet
  • Syndis

Heimsóknir í tæknifyrirtæki

Eftir að vinnustofunum lýkur heimsækja stelpurnar fjölbreytt tæknifyrirtæki þar sem konur sem starfa hjá fyrirtækjunum gefa stelpunum innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi. Fyrirtækin sem taka þátt í ár eru:

Activity Stream, Advania, Arion banki hf, CCP, Creditinfo, EFLA, Íslandsbanki, Kolibri, Krónan, Landsbankinn hf., Landsnet, Landsvirkjun, LS Retail ehf, Mannvit, Marel, Meniga, Microsoft á Íslandi, Nova, Opin Kerfi, Origo, Orkusalan, Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög, RB, Sendiráðið, Sensa, Síminn, Sýn, Tempo, Valitor, Wise lausnir og Össur.

Líka á Akureyri

Viðburðurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Stelpur og tækni á Akureyri, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, er jafnframt haldinn í annað sinn, þriðjudaginn 21. maí.

Um Stelpur og tækni

Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is