Tímabil risaverkefna að hefjast á Íslandi

Mörg stór innviðaverkefni eru nú í undirbúningi og sum þegar í framkvæmd

  • 17.3.2021, 12:00 - 13:00

Hér má nálgast upptöku af fundinum:  
https://eu01web.zoom.us/rec/share/E2_E4Q0KaqGO_vyideC_S8IMtlC_YYMLLK68XXDH1PzRkpiIxfeCQAMg2bRUzq8P.Yh72Tb5KCT7ejyhS

Passcode: .vtis1$Z

MPM námið við HR og CORDA rannsóknasetrið við HR, í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands, halda hádegisfund um risaverkefni 17. mars klukkan 12:00. 

Risaverkefni (megaproject) eru skilgreind sem „stór, umfangsmikil verkefni, stofnkostnaður talinn í tugum eða hundruðum milljarða, margra ára verktími, margir þátttakendur, verkefnin fela í sér viðamiklar breytingar og hafa áhrif á fjölda fólks.“ Mörg afar stór innviðaverkefni eru nú í undirbúningi og sum þegar í framkvæmd á Íslandi. Nefna má Borgarlínu, nýjan Landspítala, Sundabraut, hátækni sorpbrennslu og flugvöll í Hvassahrauni sem dæmi um slík risaverkefni. Fjárhagslegt umfang þessara verkefna gæti numið allt að 1.000 milljörðum króna og því er mikið í húfi að vel takist til við undirbúning og framkvæmd.

Á hádegisfundinum mun Alfons van Marewijk, prófessor í framkvæmdafræði við Delft háskólann í Hollandi, fjalla um einkenni risaverkefna og hvað sagan segir okkur um helstu mistök sem menn hafa gert í undirbúningi og framkvæmd þeirra. Einnig mun Werner Rothengatter, prófessor við háskólann í Karslruhe í Þýskalandi, ávarpa fundinn stuttlega, en hann er einn höfunda tímamótabókarinnar "Megaprojects and risk" sem kom út 2003. Mikill fengur er að þessum fyrirlesurum sem eru í hópi helstu sérfræðinga heims um risaverkefni.

Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson stýra fundinum ásamt Svönu Helen Björnsdóttur formanni Verkfræðingafélagsins og munu þau stýra stuttum umræðum í síðasta hluta fundarins og svara spurningum sem fundargestir geta borið fram skriflega á meðan á kynningum framsögumanna stendur.

MPM_Timi-risaverkefna_eventmyndVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is