Námið
Rannsóknir
HR
Yfirþjálfari Skema

Hefur það hlutverk að leiða þjálfarateymið, tryggja að gæðum í kennslu sé haldið á loftið og búa öruggt umhverfi fyrir börn og ungmenni í gegnum verkefni, samvinnu og skapandi lausnir.

Helstu verkefni eru:

  • Leiða og styðja þjálfarahópinn í daglegu starfi.
  • Setja upp allar tölvur, undirbúa búnað og stöðvar fyrir námskeiðisdaga
  • Halda utan um faglega stefnu, þjálfunaraðferðir og gæðaviðmið Skema.
  • Aðstoða verkefnastjóra við að skipuleggja, útfæra og samræma námskeið, námslotur og verkefni eftir atvikum.
  • Tryggja jákvætt, öruggt og skýrt umhverfi þar sem allir nemendur fá rými til að vaxa.
  • Halda utan um samskipti við foreldra þegar þörf krefur, sérstaklega í flóknari málum þar sem miklvægt er fylgja eftir málum til verkefnastjóra eða forstöðukonu Opna háskólans.
  • Ber ábyrggð á að láta verkefnastjóra vita ef upp koma mál sem þarf að bregðast sérstaklega við og sér um að atvikaskýrslur séru gerðar.
  • Meta frammistöðu þjálfara og aðstoða við móttku nýrra starfsmanna.
  • Taka þátt í þróun efnis, nýsköpun í kennslu og innleiðingu tækni.
  • Passa að búnaður og snertifleitir séu sótthreinsaður á námskeiðisdögum.
  • Passa að vaktir séu fullmannaðar.

Æskileg færni og eiginleikar:

  • Reynsla af kennslu eða þjálfun barna/ungmenna.
  • Leiðtogahæfni, lausnamiðuð nálgun og skýrar samskiptaleiðir.
  • Skipulagshæfni og hæfni til að halda utan um mörg verkefni samtímis.
  • Góð tæknilæsi og vilji til að læra ný forrit / tól.
  • Jákvæður og hvetjandi karakter sem nær að byggja upp traust innan teymis og hjá nemendum.

Vinnutími er öllu jöfnu um helgar og frídögum tendum hefðbundu skólastarfi. Sumarönnin er júní - ágúst (í sumarfrí hefbundis skólastarfs).

Sækja um:

Nánari upplýsingar veitir Ingunn S. Unnstesinsd. Kristensen, forstöðumaður Opna háskólans í HR (ingunnu@ru.is)

  • Vefsíða fyrirtækis: skema.is
  • Hlutastarf
  • Umsóknarfrestur til og með: 30. nóvember