Þriggja vikna námskeið
Hvað er 12 + 3 kerfið?
Önnum í HR er skipt upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og þeim lýkur með námsmati. Að því loknu taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.
Nemendur fá þjálfun í aðferðum hugmyndavinnu og verkefnastjórnunar, samskiptum og kynningum. Þessi færni er svo þjálfuð betur með ýmsum námskeiðum í gegnum allt námið.
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Á fyrsta ári taka nemendur úr flestum deildum þátt í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar vinna þeir í hópum undir handleiðslu gestakennara og sérfræðinga HR að viðskiptahugmynd á þremur vikum og kynnast frumkvöðlastarfsemi.
Á síðasta námskeiði fór hópurinn í gegnum hönnunarsprett (e. Design Sprint). Það var fjölmennasti hönnunarsprettur sem nokkru sinni hefur verið tekinn.
Gera nýjan tölvuleik á þremur vikum
Á hverju ári þróa nemendur tölvunarfræðideilar nýja og spennandi tölvuleiki í námskeiðinu „Advanced Game Design & Development". Að námskeiðinu loknu er haldin opin kynning á leikjunum þar sem gestir geta komið og prófað að spila. Jafnframt eru nemendur duglegir að kynna tölvuleikina á viðburðum eins og Vísindavöku Rannís og UTmessunni.
Mótshaldarar og keppendur
Í námskeiðinu Frjálsar íþróttir og viðburðarstjórnun fá nemendur í íþróttafræði tækifæri til þess að halda og taka þátt í frjálsíþróttamóti. Nemendur skipta með sér verkefnum í undirbúningi fyrir mótið en meðal annars er mikilvægt að hafa góðan tímaseðil, að keppnisstaður sé tilbúinn áður en mótið hefst með tilheyrandi áhöldum, að það sé góður dómari í hverri grein, góður ræsir fyrir hlaupagreinarnar, skemmtilegur þulur til að halda uppi fjörinu og ábyrgir aðstoðarmenn við hverja keppnisgrein.
Verkefnatengt laganám
Á vorönn á öðru ári ljúka nemendur lagadeildar málflutningsnámskeiði sem miðar að því að þjálfa þá í ræðumennsku og málflutningi. Nemendur fá einnig æfingu í málflutningi með sviðsetningu raunverulegra viðfangsefna og eru vel undirbúnir fyrir lögmannsstörf að námi loknu. Í HR er fullbúinn dómsalur sem notaður er til þjálfunar í málflutningi.
Þriggja vikna námskeið eftir deildum
Fyrir nemendur í tölvunarfræði eru þriggja vikna námskeið kennd á bæði BSc- og MSc-stigum.
- Stærðfræðileg forritun
- Hagnýt gæðastjórnun og prófanir
- Þróun smáforrita
- Hönnun og þróun tölvuleikja
- Inngangur að upplifunarhönnun
- Tölvuöryggi
- Þróun smáforrita
- Verklegt námskeið 1
- Árangursrík forritun og lausn verkefna
- Hagnýt netkerfi
- Rauntímalíkön
- Verklegt námskeið 2
- Introduction to deep learning (Msc)
- Semantics with applications (Msc)
- Talgerving (MSc)