Roblox: Hönnun
Helstu upplýsingar
Roblox er eitt mest vaxandi umhverfið fyrir þróun tölvuleikja þar sem meira en 60 milljónir manns spila í hverjum mánuði.
- Undanfari: Enginn
- Aldur: 10 - 14 ára
Um námskeiðið
Á hverjum degi spila 66 milljón leikmenn Roblox. Allir geta búið til sína eigin leiki og deilt með samfélaginu.
Roblox er gríðarlega vinsæll tölvuleikur. Roblox er gríðarstórt vistkerfi þar sem hægt er að velja milli þúsunda leikja sem aðrir leikmenn hafa skapað. Hver sem er getur skapað sína eigin leiki með forritinu Roblox Studio en það getur reynst flókið.
Á þessu námskeiði munu nemendur kynnast grafískri hönnun og nýta sköpunarverk sín til að skapa leiki og upplifanir í Roblox. Nemendur læra að búa til þrívíddarmódel, teikna útlit á þau og forrita hreyfingu þeirra, svo eitthvað sé nefnt. Áhersla er lögð á sköpun, samvinnu og að blása lífi í eigin hugmyndir.
Skipulag og verð
Helgarnámskeið
- Lengd: 2 dagar, 3 klst. á dag (samtals 6 klst.)
- Verð: 12.500.-
Næstu námskeið
Helgarnámskeið
- 6. - 7. desember (laugardagur og sunnudagur), frá 12:00 til 15:00