Námið
Rannsóknir
HR

Scratch: Tölvuleikjagerð

Scratch er búið til af MIT tækniháskólanum.  Scratch er verkfæri sem gerir ungum forriturum kleift að skapa og læra að forrita.

Helstu upplýsingar
  • Undanfari: Enginn
  • Aldur: 7 - 10 ára
Um námskeiðið

Scratch: Tölvuleikjagerð er stórskemmtilegt námskeið þar sem nemendur læra hvernig á að hanna og forrita sína eigin tölvuleiki. Nemendur læra að teikna og hanna sínar eigin persónur og heima og forrita svo til að búa til tölvuleik. Á námskeiðinu tileinka nemendur sér grunnhugtök forritunar og leikjagerðar með því að búa til stutta tölvuleiki/verkefni. Hvert verkefni einblínir á ákveðna þætti forritunar.

Scratch er ókeypis forritunarumhverfi sem er aðgengilegt á netinu. Þetta gerir það að verkum að nemendur geta auðveldlega haldið áfram að fikta og læra á forritun heimavið. Scratch er aðgengilegt á íslensku.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

  • Lengd: 75 mín. á viku í 11 skipti (samtals 13,75 klst.)
  • Verð: 22.500 kr.
Næstu námskeið
11 vikna námskeið
  • 21. september - 30. nóvember (sunnudagar), frá 10:30 til 11:45

Fara efst