„Munt þú forrita framtíðina? Eða munu aðrir forrita hana fyrir þig?“
Nám í tölvunarfræði gefur þér verkfæri til að bæta heiminn og leysa vandamál sem okkur finnst í dag óleysanleg. Í dag búa útskrifaðir nemendur til hugbúnað sem fólk notar á hverjum degi, og tæki og tól sem eru alltumlykjandi í daglegu lífi auk þess að starfa hjá leikjaframleiðendum út um allan heim. Slástu í för með okkur.
Luca Aceto, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR
Hér má finna mikilvægar upplýsingar fyrir nemendur.Diplómanám
Diplómanám í tölvunarfræði er hægt að stunda með vinnu, þá eru fyrirlestrar aðgengilegir á netinu en mæta þarf í dæmatíma á kvöldin í HR einu sinni í viku.
Grunnnám (BSc)
Grunnnám við tölvunarfræðideild HR er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og traust undirstaða fyrir framhaldsnám. Nám við tölvunarfræðideild er staðarnám.
- Tölvunarfræði
- Tölvunarfræði - rannsóknarmiðuð
- Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein
- Tölvunarstærðfræði
- Hugbúnaðarverkfræði
Meistaranám (MSc)
Sérhæfing sem fæst með meistaragráðu veitir meiri hreyfanleika innan fyrirtækja, sérstaklega í stjórnunarstörfum. Í framhaldsnámi hafa nemendur mörg tækifæri til sjálfstæðra rannsókna og þverfaglegs náms. Takmarkaður nemendafjöldi gerir kennurum kleift að vinna með hverjum og einum nemanda.
- Tölvunarfræði
- Hugbúnaðarverkfræði
- Gervigreind og máltækni
- Gagnavísindi og hagnýt gagnavísindi
- Stafræn heilbrigðistækni
Doktorsnám (PhD)
Doktorsnámið byggist á rannsóknartengdu verkefni nemenda sem vilja þróa og leiða rannsóknartengda vinnu við hin ýmsu svið tölvunarfræðinnar.
Doktorsnámið er skipulagt í samstarfi við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir því er gerð krafa um að nemendur dvelji erlendis hluta námstímabilsins.
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Deildin er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kennarar eru í fararbroddi á sínu fræðasviði og nemendur taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Rík áhersla er á gæði kennslu og jafnvægi milli styrkrar fræðilegrar undirstöðu og hagnýtrar þekkingar á nýjustu tækni og aðferðum.
Viðburðir
Engin grein fannst.
Fréttir

Háðu harða baráttu í forritun
Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun fór fram um helgina. Keppnin átti að fara fram í Háskólanum í Reykjavík í ár en vegna aðstæðna út af Covid-19 fór hún fram á netinu. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ICPC heimskeppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.

Svefn er grunnur góðrar heilsu
Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

Nýr símaleikur til að safna spurningum og svörum fyrir íslenska máltækni
Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum. Tilgangur leiksins er að styðja við þróun máltæknilausna fyrir íslensku.